Um mig

Ég er fæddur í Reykjavík og uppalinn í vesturbænum. Ég varð stúdent frá Menntaskóla Reykjavíkur árið 2000 og útskrifaðist með B.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 2004. Eftir það lá leiðin til Danmerkur í framhaldsnám en þar lauk ég M.Sc. prófi í hagnýtri stærðfræði árið 2006. Síðan þá hefur ég starfað á Íslandi og lengst í fjármálatengdum störfum. Haustið 2014 ákvað ég svo að láta drauminn rætast og skráði mig í meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. 

 

Fyrsta skáldsaga mín, Hvítir múrar borgarinnar, kom út snemma árs 2013 og var gefin af útgáfunni Rúnatý. Árið 2013 tók ég einnig þátt í smásagnasamkeppni, sem var haldin í tilefni af 10 ára afmæli Rithringsins, og fékk verðlaun fyrir 2-3 sæti fyrir söguna Síðasti dagurinn. Haustið 2013 var sagan Ævistarfið gefin út í smásagnaritinu Þetta var síðasti dagur lífs míns en sú saga var þýdd á þýsku og gefin út vorið 2014 í bókinni Auf dem Weg (Neuen Nordische Novellen) undir titlinum Lebenswerk. Ég stefni á frekari útgáfu í framtíðinni og mun halda áfram að skrifa íslenskar vísindaskáldsögur. 2014 var smásagan Aldur birt í Tímariti Máls og menningar, sagan Hungrið var gefin út í smásagnasafninu Skuggamyndir og örsagan Hófsemi var birt í Jólabók Blekfjelagsins. Vorið 2015 var smásagan Kviðdómandinn birt í tímaritinu Stínu.

mynd04

Mynd: Ingimar Hólm Guðmundsson

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *