Um mig

Ég er fæddur í Reykjavík og uppalinn í vesturbænum. Ég varð stúdent frá Menntaskóla Reykjavíkur árið 2000 og útskrifaðist með B.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 2004. Eftir það lá leiðin til Danmerkur í framhaldsnám en þar lauk ég M.Sc. prófi í hagnýtri stærðfræði árið 2006. 2007 til 2014 starfaði ég á Íslandi og lengst í fjármálatengdum störfum. Haustið 2014 ákvað ég svo að láta drauminn rætast og skráði mig í meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. Hluti af náminu var vetur í skiptinámi við University of British Comlumbia í Vancouver. Ég útskrifaðist með fyrstu einkunn árið 2017. Sama ár flutti ég til Kaupmannahafnar og bý þar enn með konu minni og dóttur. 

Fyrsta skáldsaga mín, Hvítir múrar borgarinnar, kom út snemma árs 2013 og var gefin af útgáfunni Rúnatý. Árið 2013 tók ég einnig þátt í smásagnasamkeppni, sem var haldin í tilefni af 10 ára afmæli Rithringsins, og fékk verðlaun fyrir 2-3 sæti fyrir söguna Síðasti dagurinn. Haustið 2013 var sagan Ævistarfið gefin út í smásagnaritinu Þetta var síðasti dagur lífs míns en sú saga var þýdd á þýsku og gefin út vorið 2014 í bókinni Auf dem Weg (Neuen Nordische Novellen) undir titlinum Lebenswerk. Öll ár síðan 2013 hefur ég gefið út tvær eða fleiri smásögur í mörgum tímaritum og smásagnasöfnum. Ég hef einnig tekið að mér þýðingar og greinaskrif. Árið 2019 sigraði bókin mín Sýndarglæpir handritasamkeppnina Eyrað á vegum Storytel sem gaf út bókina í október sama ár. Janúar 2021 kom út þýðing á smásögunni minn Hin Langa Nótt (Die lange Nacht) í Neue Nordische Novellen VII. Í maí sama ár kom út þriðja skáldsagan mín Silfurfossar út á vegum Storytel.

mynd04

Mynd: Ingimar Hólm Guðmundsson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *