Hvítir múrar borgarinnar

Í borg framtíðarinnar er allt falt fyrir rétt verð. Hverfi eru girt af með veggjum til að verja borgarana fyrir hvor öðrum og mismunandi stéttir aðskildar. Þeir sem standa ekki við skuldbindingar sínar er vísað úr borginni eða jafnvel teknir af lífi. Lex Absque er starfsmaður Vegarins sem innheimtir skuldir fyrir stórfyrirtækið Mammon. Eina kvöldstund verður á vegi hans mál sem tengist einum af valdamestu mönnum samfélagsins. Hann er sendur í eitt fínasta hverfi borgarinnar að vegna morðs á fjármálastjóra Mammons. Morðinginn er auðfundinn en Lex er ósáttur við lyktir málsins. Hann ákveður því komast að sannleikanum sjálfur. Þetta leiðir hann inn í atburðarrás sem mun hafa áhrif á alla borgarbúa.

hvtucover9

2 comments on “Hvítir múrar borgarinnar

 1. Sæll Einar,

  Mér skylst að bókin Hvítir múrar borgarinnar hafi verið til sem rafbók.
  Er hún til sölu einhverstaðar? Skinna.is og Emma.is eru óvirkar og ég fékk svar frá ebaekur.is um að þau hafi ekki haft hana til sölu.

  Þetta er alveg brilljant bók, mig vantar eintak á rafbókarformi sem mig langar að nota sem gjöf.

  Kveðja
  -Valdimar

 2. Vildi bara uppfæra þetta svo allar upplýsingar séu á hreinu. Ég á nokkur eintök af bókinni ennþá og ef fólk er áhugasamt má það alltaf heyra í mér 🙂 Annars setti ég hana líka á Amazon á íslensku og hægt er að nálgast hana hér: https://www.amazon.com/Hv%C3%ADtir-M%C3%BArar-Borgarinnar-V%C3%ADsindask%C3%A1ldsaga-Icelandic-ebook/dp/B01IDN2CFQ/ref=sr_1_1?ie=UTF8&qid=1512903958&sr=8-1&keywords=hv%C3%ADtir+m%C3%BArar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *