Með blóði vættan góm

Written by admin

Bókmenntaborgin Reykjavík og forlagið Rúnatýr tóku sig saman og buðu upp á hrollvekjandi dagskrá  í Bíó Paradís á opnunarkvöldi Vetrarhátíðar í Reykjavík 7. febrúar 2013. Ég mætti á svæðið og las upp úr bókinni Hvítir múrar borgarinnar. Var einstaklega skemmtilegt kvöld og þarn mikið af skemmtulegu fólki, bæði sem maður átti von á og hafði ekki séð í mörg ár. Mig langaði til að vera lengur og klára dagsskránna, sem lauk á sýningu myndarinnar Nosferatu, en gat því miður ekki verið lengur. Ég hafði þurft að þjóta beint eftir vinnu að hitta gamla vinnufélaga, sem voru að hittast eftir mjög erfiða vinnuviku, og fór strax eftir lesturinn aftur spjalla við þá. Þannig ég kom í jakkafötunum og las upp eins og alger plebbi 😉 Þarf að hafa almennileg föt í bílnum ef svona kæmi aftur upp. Alltaf leiðinlegt þegar að svona kemur upp á en maður getur víst ekki verið alls staðar. Ég verð bara að sjá Nosferatu einhvern tíma seinna (algjört hneyksli að kvikmyndanördin ég hafi séð þessa klassík). Annars getið þið nálgast myndir og aðeins ítarlegri umfjöllun um atburðinn hér.

með blóði vætta góma

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *