Bestu vísindasmásögur allra tíma: Nightwings

Written by admin

Ég hlustaði nýlega á nóvelluna Nightwings eftir Robert Silverberg. Hún er í grunninn ævintýri sem er sett í vísindasagna búning með álfum um umbreytingum (e. shapeshifters). Sú útgáfa sem ég las var skáldsagan Nightwings sem er samsett úr þremur nóvellum; Nightwings (1968), Perris Way (1968) og To Jorslem (1969). Sögurnar þrjár mynda eina heild þó augljóst sé hvar ein endar og sú næsta byrjar.

Fyrsta sagan, Nightwings, fjallar um ferð þriggja einstaklinga til Rómar (Rum/Rúmar), samskipti þeirra og stöðu í samfélaginu. Sögursviðið er fjarlægð framtíð þar sem hnignun mannkyns hefur átt sér stað. Þetta er þó langt því að vera eins og í Mad Max. Í staðinn ferðast lesandinn til eins konar miðaldarsamfélgas sem er litað af framtíðartækni. Persónur eru settar í stéttir sem skilgreina hlutverk þeirra og stöðu í samfélaginu. Aðalsöguhetjan er sjáandi en hlutverk þeirra er að fylgist með himnunum í leit að vísbendingum fyrir væntanlega geimveruinnrás. Annar ferðalangur er ung stúlka sem er með vængi en hún getur aðeins notað þá á nóttunni (þaðan kemur titillinn) og þriðji ferðalagnurinn er umbreytingur en litið er á þá sem annars flokks samfélagsþegna og þeir oftast útskúfaðir.

Sagan er ekki stutt en býr til frumlegan framtíðarheim. Ég myndi halda að A Canticle for Leibowitz (1959) eftir Walter M. Miller hafi haft áhrif á Silverberg. Þó sögurnar séu mjög ólíkar, önnur er drama en hin farsi/kómedía þá er ákveðið líkt með uppsetningu hnignunarsamfélagsins. Þetta er alls ekki ólíklegt enda hefur Silverberg verið hluti aðdáendasamfélagi (e. fan community) vísindasagna í áratugi. Hann fór á sitt fyrsta Worldcon á sjötta áratug síðustu aldar og hefur reynt að mæta á hverja einustu hátíð síðan þá. Ég var svo einstaklega heppinn að fá heyra hann tala um sögu vísindaskáldskapar bæði í London (2013) og í Helsinki (2018). Sagan hans er nokkuð merkilega en hann hóf feril sinn aðdáendi en varð svo með tímanum einn af áhrifamestu vísindasagnahöfundum allra tíma.

Stéttarskipting Nightwings og hið miðaldarlega framtíðarsamfélag minnir líka eilítið á heim borðspilsins Warhammer 40,000. Ég velti fyrir mér hvort hugmyndasmiðir Games Workshop hafi ekki lesið Silverberg. Þó það sé margt ólík er margt svipað; stéttir (e.guilds), vélþjónar (e. servitors), heilakrukkur (e. brain jars), bæði sækja mikið til Rómaveldis og báðar sögurnar gerast fjörutíu þúsund ár í framtíðinni. Ég velti líka fyrir mér hvort að Gene Wolf hafi sótt innblástur í Nightwings þegar hann skirfaði Book of the New Sun en ég ekki séð það staðfest.

Nightwings er sjálfstæð nóvella en hefur eins og áður sagði tvö framhöld. Hún getur þó vel staðið sjálfstæð en það kæmi mér mikið á óvart ef lesandi myndi ekki glugga í framhaldið eftir að hafa lokið við fyrstu söguna. Perris Way (1968) fjallar um ferðalag sjáandans til París (Perrís/Perris) með prins Rúmar og To Jorslem (1969) fjallar um ferðalag hans til Jerúsalem (Jorslem) með morðingja. Báðar sögurnar bæta heilmiklu við heiminn og gera söguna heildstæðari. Síðasta saga þjáist þó í bláendan af leiðindar sagnaminni sem er líklega barn síns tíma.

Nightwings var gefin út í September 1968 í Galaxy Magazine. Hún vann Hugo verðlaunin sem besta nóvellan árið 1969 og var útnefnd árið 1968 í sama flokki til Nebula verðlaunanna. Hún var aðlöguð sem myndasaga hjá DC Science Fiction árið 1985. Skáldsagan Nightwings er aðgengilega á Storytel og ég mæli eindregið með henni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *