Bestu vísindasmásögur allra tíma: A Rose for Ecclesiastes

Written by admin

Nýverið var ég að lesa bók um Hugo verðlaunin og virðast margir vera á því máli að smásagan A Rose for Ecclesiastes eftir Roger Zelazny hafi átt að sigra árið 1964. Sagan sem sigraði það ár var No Truce for Kings eftir Poul Anderson. Ég hef ekki lesið sigursöguna og get því ekki haft álit á hver átti að vinna. Á þessu tíma var ekki búið að skipta smásögu flokknum niður í smásögur, nóvellettur og nóvellur. Sú skipting kom síðar og er enn við líði í dag. Það er ansi ólíkt að lesa fimm þúsund orða smásögu og þrjátíuogfimm þúsund orða nóvellu svo það gæti eitthvað haft áhrif á hvor sagan vann. En ég er svo sem bara að geta mér til þar.

A Rose for Ecclesiastes er skrifuð rétt þegar geimkapphlaupið er að hefjast og með síðustu sögum sem leyfir sér að ímynda sér siðmenningar á nágrannaplánetum okkar. Nokkuð sem var ómögulegt örfáum árum síðar þegar geimför eins og Viking og Mariner höfðu sannað að aðrar reikistjörnur sólkerfisins voru líklegast líflausir hnettir. Það er eins og Zelazny geri sér grein fyrir þessu en leyfi sér jafnframt að skrifa í bókmenntaflokki sem er að hverfa. Bókmenntaflokki sem inniheldur klassískar sögur eins og Martian Chronicles og Have Spacesuit Will Travel. Zelazny hafði dálæti af svona sögum og langaði að skrifa þær. Hann leyfði því sinni fyrstu sögu, A Rose for Ecclesiastes, að fjalla um deyjandi siðmenningu á Mars og ljóðskáldið Gallinger.

Gallinger er söguhetjan sem stendur á skjön við aðra. Hann er ljóðskáld og sér heiminn öðruvísi en aðrir. Hann er fenginn til að fara Mars þar tekst honum að þýða tungumál Marsbúanna nokkuð sem her af málvísindamönnum hafði ekki tekist að gera. Með því kemst Gallinger í samband við deyjandi menningarheim Marsbúanna sem virðist vera dauðadæmdur af eigin trúarbrögðum.

Eins og mikið af skáldskap Zelazny þá er sagan gegnsýrð af trú og hvaða þýðingu hún og kraftaverk hafa. Í lokin spyr lesandinn sig hvað er kraftaverk og hvað eru lygi notaður í trúarlegum tilgandi. Sagan tæklar mörg önnur þemu eins og skyldu og samfélagsstöðu. Hún ber þess merki að vera skrifuð á snemma á sjöunda áratugnum en alveg þess virði að lesa eða hlusta á.

Hægt er að nálgast hana meðal annars á Spotify á hlaðvarpi Escape Pod.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *