100 Bestu Vísindaskáldsögur 20. aldarinnar: #5 1984

Written by admin

1984 eftir George Orwell er í fimmta sæti á listanum og jafnframt að mínu mati áhrifamest í bókmenntasögunni. Eins og flestir þá heyrði ég ungur um hugtakið Stóri Bróðir en ég las þó ekki bókina 1984 fyrr en undir tvítugt. Ég bjóst því við ansi miklu þegar ég greip hana í bókabúð á sólarströnd og hún stóð svo sannarlega undir væntingum. Bókin er samt ekki gallalaust verk og hef ég alltaf verði falari fyrir Fahrenheit 451 þegar distópíur eru annars vegar. 1984 er samt stórvirki í bókmenntasögunni og bók sem flestir ættu að lesa.

1984 býr til eintaka heimsmynd. Orwell, sem hét í raun Eric Arthur Blair, bjó til heim sem var í senn fjarlægur en jafnframt á næsta leiti ef samfélagið yrði ekki vart um sig. Í bókinni hefur heimsbyggðinni verið skipt upp í þrjú áhrifasvæði; Austur Asíu, Evrasíu og Ósíaníu. Ósíanía samanstendur af báðum Ameríkunum, Suður-Afríku, Eyjaálfu og Bretlandseyjum sem heita nú Flugbraut 1. Þar er Flokkurinn við stjórn og fylgist með öll og öllum. Leiðtogi Flokksins er hinn dularfulli Stóri Bróðir, þó er ekki víst hvort hann sé raunveruleg manneskja eða ekki. Flokkur fylgist náið með lífi þegna sinna og getur látið andófsmenn hverfa sportlaust. Söguhetjan 1984 er Winston Smith sem vinnur hjá Sannleikaráði Flokksins þar sem hann endurskrifar mannkynssöguna og afmáir öll gögn um óvini ríkisins. Við fylgjumst með Winston þar sem hann fer með okkur í gegnum þennan ógnvænlega heim, hefur ólöglegt ástarsamband við konu að nafni Júlíu og þarf að lokum að takast á við afleiðingar gjörða sinna.

Það er margt við heimssköpun Orwell sem er á enn við 70 árum eftir að bókin var gefin út. Hver hefur ekki heyrt að „Stóri Bróðir fylgist með þér“ eða orðið Orvellískt. Hugtök sem eru nánast samofin við eftirlitssamfélag samtímans. Margt fleira er sett fram í bókinni eins og Newspeak, herbergi 101 og hugsunarlögreglan. Jafnvel tvær mínútur af hatri, athöfn í bókinni þar sem samfélagið leyfir sér að hata andstæðinga algerlega í tvær mínútur, er eitthvað sem hefur verið borið saman við samfélagsmiðla samtímans. Áhrifa 1984 eru djúpstæð í bókmenntasögunni og bókin orðin hluti af menningu okkar.

Orwell skrifað 1984 sem viðvörun. Hann áleit að heimurinn stefndi í þessa átt og vildi útskýra alræði fyrir almenningi í Bretlandseyjum sem hélt að fasismi eða kommúnismi gætu aldrei fest þar rótum. Bókin er líka lituð af upplifun Orwille á Spáni þar sem hann barðist fyrir repúblikana. Upphaflega var fólkið á Spáni fullt af samkennd og réttlæti en þegar stríðið byrjaði að tapast breyttist allt. Fram komu stalínískar hugmyndir þar sem ekkert pláss var fyrir ólíkar skoðanir. Annað hvort trúði fólk stefnunni eða það var í liði með óvininum. Í þeim kringumstæðum sá Orwell hvernig náunginn gat snúist gegn nágranna sínum á svipstundu.

1984 hefur tvisvar verið þýdd á íslensku, fyrst árið 1951 og aftur árið 2016. Hún hefur verið kvikmynduð tvisvar, þrisvar sinnum framleidd fyrir sjónvarp, til er aragrúa af útvarpsleikritum, leikritum og jafnvel ópera og ballett. Talað hefur verið um að kvikmynda bókina einu sinni og það einungis tímaspursmál hvenær það verður að veruleika. Verkið er klassískt og mun alltaf eiga upp á pallborðið. Þetta sést bersýnilega þegar skoðuð eru áhrif verksins á aðrar bókmenntir. Gott dæmi er V for Vendetta sem er algerlega gegnsýrð af 1984. Sambærilegt eftirlistsamfélag og Adam Susan leiðtogi Norsfire er alger hliðstæða Stóra Bróður. Önnur verk eins og Hungurleikarnir og Saga þernurnar eru einnig undir áhrifum frá 1984. Í raun er erfitt að finna distópíur sem gefnar eru út eftir 1949 og er ekki undir áhrifum frá bókinni.

1984 er frábær bók sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Hún er ögn þurrari en Fahrenheit 451 og söguþráðurinn (e. plot) ekki jafn sterkur en hún bætir upp fyrir það með hreint magnaðri heimsmynd sem mun breyta sín þinni á samfélaginu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *