We og Deathbird Stories

Written by admin

76171

Kláraði að hlusta á We eftir Yevgeny Zamayatin er ein af fyrstu dystópínum sem var skirfið enda gefin út 1923. Bæði 1984 og Brave New World sækja mikið til þessarar bókar þó hinar séu frægari. Hún var skiljanlega bönnuð í Sovétríkjunum en ráðamönnum þar var illa við boðskap um frelsi einstaklingsins og mögulega byltingu enda átti október byltingin að vera sú síðasta.

Sagan er klassísk dystópíu ástarsaga þar sem að einstaklingur sem er fastur í samfélagi sem bælir niður allt sem gerir hann mennskan verður ástfanginn. Hann kemst að því að aðrir hafa sömu tilfinningar og að heimurinn er ekki jafn einfaldur og ríkið vill meina.

Bókin er áhugaverð lesning sérstaklega þegar hún er skoðuð í samhengi við aðrar dystópíur. Jafnframt þá á hún við sama vandamál og 1984 að glíma. Sagan og heimurinn er áhugaverður en það vantar eitthvað umpf. Aðalpersónur eru óáhugaverðar sem er skiljanlegt þar sem þær búa í bældum heimi. (3/5)

219376

Kláraði svo að lesa Deathbird Stories eftir Harlan Ellison. Hér er á ferðinni smásagnasafn sem endar á Hugo verðlaunar sögunni Deathbird. Ég verð að viðurkenna að ég var fyrir nokkrum vonbrigðum með bókina. Ég er mikill aðdáendi Ellison en hef nú komist að þeirri niðurstöðu að besta leiðin til að lesa Ellison er að hlusta á höfundin sjálfan lesa sögur sínar. Þetta er lítið mál þar sem að næstum allar hljóðbækur höfundarins eru lesnar upp af honum sjálfum. Það er mjög skemmtilega ða fá söguna beint í æð nákvæmlega eins og ætlaði okkur að upplyfa þær. Auk þess er Ellison að reyna skrifa fagurbókmenntir og enskan því á köflum erfið. Hugsa því að það verði eitthvað í að ég lesi aftur Ellison og haldi mig bara frekar við hljóðbækurnar hans. Reyni jafnvel aftur við þessar bók á því formi. (3/5)

Annars lítið að frétta. Kláraði fyrsta draft að hrollvekjunni sem ég hef verið að vinna í og hún er komin í yfirlestur. Verður gaman að vita hvort að það sé eitthvað vit í henni. Held að ég sé á réttri leið því að hún er ekki við hæfi allra sem ég þekki. Myndi til að mynda ekki láta mömmu leggja í hana. Eiga hrollvekjur ekki að vera þannig?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *