Oryx & Crake

Written by admin

Í dag kláraði ég að hlusta á Oryx & Crake eftir Margret Atwood og var rosalega hrifinn. Ég hafði áður lesið íslensku þýðinguna af Sögu þernunar sem mér fannst leiðinleg. Eftir að hafa lesið þessa sögu er ég að hugsa um að gefa Sögu þernunnar annan séns (að vísu í hljóðbók í þetta skipti). Oryx & Crake fjallar um Snowman, sem hét áður Jimmy, en hann býr í óhugnanlegri framtíðarauðn þar sem undarlegar mannlegar verur búa. Veröldin er full af kynlegum blendings verum (e. hybrids) sem honum stafar ógn af. Snowman segir okkur sögu sína og í leiðinni komumst við að því af hverju heimurinn fór til fjandans.

Sagan er skemmtileg og ekki einungis innri mónólógur ens og Saga þernunnar. Hún er full af áhugaverðum og hrollvekjandi hugmyndum. Atwood kynnir okkur fyrir viðbjóðslegum hlutum framtíðarheims en án þess að ganga fram af okkur (hóst hóst Robert Heinlein). Sumt af því sem er í bókinni hef ég aldrei heyrt um áður en því miður of sjaldgæft í öðrum vísindaskáldsögum. Snowman er ekki góð mannseskja en við sjáum hvernig drengurinn JImmy breytist í þennan vonlausa mann. Crake er vinur hans sem er mjög týpískur ofgreindur valdasjúklingur en Oryx er místísk kvenpersóna, sem sumir vilja jafnvel meina að sé einungis ímyndun.

Mæli með Oryx & Crake en sumt í henni er mjög óhuggulegt og því ekki fyrir alla. (4.5)

Í gær fór ég annars í Hörpuna og sá Phillip Glass. Víkingur Heiðar spilaði meðal annars  þetta lag.

http://www.youtube.com/watch?v=fzC-SjOuN-A 

Stiklan fyrir The Fault in our Stars var frumsýnd í dag. Bókin er æðislega en ég veit ekki með þessa stiklu en maður mun ábyggilega sjá hana 🙂

http://www.youtube.com/watch?v=9ItBvH5J6ss

Annars kláraði ég að fara yfir 9 kafla í bókinni sem ég hef verið að vinna við undanfarið. Þá er maður búinn með 52%, jei 🙂 Er að vísu spuring hvort þetta sé það sem verður gefið út næst en maður verður að halda áfram við þetta. Nb hlustaði á Phillip Glass á meðan ég kláraði síðustu blaðsíðurnar í kaflanum. Nú er það bara þetta smásögu dæmi, sem ég talaði um í gæt. Best að skella nokkrum hugmyndum á blað sem er alltaf skemmtilegt.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *