Svartholsstríðið

Written by admin

Hlustaði nýlega á The Black Hole War eftir Leonard Susskind sem er einkar athyglisverð bók. Hún er vísindarit/ævisaga sem reynir að setja kenningarnar upp á sem einfaldastan hátt. Umfjöllunarefnið eru fræðideilur milli Susskind og Gerard Hooft annars vegar og Stephen Hawking hins vegar. Framan af er bókin skemmtileg en þegar líður á verða kenningarnar full flóknar. Í lokin var vissi ég varla hvað var að gerast og gafst upp þegar einungis hálftími var eftir. Ég mæli samt með bókinni þar sem hún setur flóknar hugmyndir upp á mjög aðgengilegan hátt. (4/5)

Ég er núna að lesa Oryx & Crake eftir Atwood og Draumsverðið. Báðar skemmtilegar bækur sem þarf að skrifa um við tækifæri. Svo er alltaf verið að skrifa en vonandi kemur í ljós á næstu mánuðum hvaða stóra verkefni verður næst á ritvellinum. Í smásögum þarf ég að klára litla hrollvekju fyrir lok febrúar til að setja í næstu Rithringsbók. Að vísu þarf hún ekki að vera hrollvekja má líka vera dulúð en mig langar meira að fara í eitthvað hryllilegt 🙂 Verður gaman að takast á við það verkefni. Annars er aldrei nægur tími til að skrifa. Á morgun er verið að fara á Phillip Glass tónleikana og í viktun en vonandi nær maður að vinna í amk 2 klst.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *