The Demon-Haunted World

Written by admin

The Demon-Haunted World eftir Carl Sagan. Þessi bók gæti verið betur skrifuð en boðskapur hennar er ótrúlega mikilvægur. Eftir að hafa lesið hana finnst mér óskiljanlegt að hún sé ekki kenndi í skólum. Sagan fer hér yfir afleyðingar loddara og gervivísinda. Auk þess kennir hann hvernig sjá má í gegnum rök þeirra. Jafnvel þó að þú hafir gaman af hlutum eins og stjörnuspeki þá hvet ég alla til að lesa þessa bók. Sagan setur fram góð rök og fer vel yfir málið. Mestum tíma eyðir hann í samsæriskenningar um geimverur, sem voru vinsælar á þeim tíma sem bókin var skrifuð. Hægt er að heimfæra margt í bókinni í nútímasamfélag og hún góður grunnur fyrir spyrjandi huga. Get ekki mælt nógu mikið með þessari bók. Eitthvað sem allir eiga að lesa. 5/5

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *