The Angel Experiment

Written by admin

The Angel Experiment (Maximum Ride #1) eftir James Patterson. Flestir þekkja eflaust nafnið James Patterson enda er hann þekktur fyrir að skrifa sakamála sögur um Alex Cross. Hér reynir hann fyrir sér að skrifa unglingabók (young adult) og tekst ágætlega til. Bókin byrjar að vísu frekar leiðinlega og ég var lengi að tengjast aðal persónu bókarinnar. Litlu munaði að ég gæfist upp á sögunni en seinni hlutinn er mun áhugaverðari svo mér tókst að klára gripinn. Sagan er klassísk nútímaævintýri um börn sem eru að hluta til með dýragen. Þau eru því gædd ómannlegum hæfileikum. Vondir vísindamenn vilja svo notfæra sér börnin. Þetta er allt eitthvað sem við höfum heyrt áður. Sagan er samt fín og margt verra til. Aðalpersónan og ung vinkona hennar eru minni stæðustu söguhetjurnar. Stjúpfaðir þeirri er líka áhugaverður en aðrir skila ekki eftir djúp spor. Man varla mikið eftir þeim. Einn hét Fang og hann átti að vera sætur og brúding. Annar hét Gasman og prumpaði, ekki beint stórkostlegt stuff. Samt alveg hægt að vinna með þetta. Sé til hvort ég nenni að halda áfram með þessa seríu. Fyrsta bókin hefur engan raunverulegan endi, sem er alltaf slæmt. Samt 3/5

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *