Anathem eftir Neil Stephenson

Written by admin

Hlustaði nýlega á Anathem eftir Neil Stephenson. Neil Stephenson varð frægur eftir sögu sína Snow Crash, sem er mjög góð. Eftir sem liðið hefur á frama hans hafa bækurnar lengst. Þær eru alltaf vel úthugsaðar og hann leggur mikla vinnu í þær. Gallinn er bara að Anathem er allt of löng. Hún byrjar mjög áhugarverð. Búinn er til heimur sem er fullmótaður og við fylgjumst með hópi af nokkurs konar tækni- eða vísindamunkum í klaustri á plánetu langt frá okkar eigin. Í gegnum bókina er farið í gegnum sögu þessa heims. Settar eru fram skilgreiningar og tilvísanir í sögu og tungumál. Til að byrja með er þetta skemmtilegt en svo fer bókin að vera löng. Þetta verður einhvern veginn of mikið. Ég hlustað á þessa bók og fannst erfitt að muna eftir öllum persónunum. Sumar er vissulega góðar og minnisstæðar. Aðrar eru bara svo smávægilegar í þessum doðranti að þær gleymast. Hugmyndin er samt góð. Þessi menning verður heimsótt af verum frá öðrum plánetum. Stephenson leggur mikla áherslu á heimspeki og vísindi sögunnar. Þetta verður samt allt eitthvað svo mikið. Mæli með þessari fyrir þá sem hafa gaman af löngum og erfiðum bókum. Hún var þó ekki leiðinleg. Ég held bara að hún hefði getað verið svo miklu betri í styttra formi. 3/5

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *