Flow my Tears the Policeman Said eftir Philip K Dick.

Written by admin

Afsakið hvað það er langt síðan að ég setti eitthvað hérna inn. Hér er ein stutt bókarýni. Vona að þið njótið. Eins og allar bækur Dick þá er þessi skrítin. Frægur söngvari og þáttastjórnandi vaknar á ókunnugum stað. Enginn virðist þó muna eftir honum. Heimurinn virðist hafa gleymt honum, sem er slæmt þar hér er um að ræða Dystopíu. Þegnar þessara Bandaríkja framtíðarinnar verða ávallt að vera með skilríki á sér eða eiga hættu á að vera sendir í þrælabúðir. Persónur sögunnar eru ágætlega úthugsaðar. Ég man vel eftir þeim flestum og myndaði mér mynd af þeim í huganum. Dick setur hina lægstu í samfélaginu saman við háskóla fólk en þessir hópar enda í hinum áður nefndu þrælabúðum. Er höfundur þar líklega að reyna sína hvernig samfélagið vanmetur þessa hópa. Hann setur líka út á undarlegt líferni og siðferði hinna ofurríku. Flétta sjálf er undarlega leyst og myndi ég vilja kalla það Deus ex machina, þó aðrir gætu verið ósammála þeirri túlkun. Bókin er að mínu mati hálf endasleppt. Var hræddur um að það vantaði eitthvað við hljóðbókina mína en svo virðist ekki vera. Hún er samt ágætis skemmtun og gaman að ferðast um þennan heim Dick. 3/5

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *