Hyperion Cantos og Græðarinn

Written by admin

Hyperion Cantos

Í vikunni var ég að klára að lesa Rise of Edymion og kláraði þar með síðustu af fjórum í bókaflokknum um Hyperion eftir Dan Simmons. Fyrsta bókin var einstaklega skemmtileg og byggð upp talsvert öðruvísi en hinar þrjár. Gæðin minnka svo við hverja bók og er sú síðasta slökust. Ekki að Rise of Edymion sé leiðinleg hún á bara ekkert í fyrstu bókina, Hyperion, sem er stórkostleg. Heimur þessara bóka er einkar frumlegur og stórkostlegar lýsingar á umhverum, geimverum og faratækjum eru oft einkar skemmtilegar. Þessar bækur sækja mikið í smiðjum súrrealista vísindaskáldsagnanna eins og Ray Bradburry og William Burroughs, þar sem þær notast frekar við hið stórkostlega til að heilla lesandann heldur en vísindi. Helsti galli Hyperion bálksins er höfundur virðist ekki hafa haft nægilega skýra mynd af því hvert hann ætlaði með söguna þegar hann hóf ferðalagið. Endirinn klára þó alla helstu þræðina. Sjálfur hefur höfundur sagt að þetta séu í raun tvær bækur. Fyrstu tvær myndi Hyperion söguna og seinni tvær Endymion. Annað sem fór í taugarnar á mér heimspeki höfundar sem var mjög væmin á köflum. Annars er þetta skemmtileg lesning sem ég mæli hiklaust með.

 

Græðarinn

Önnur bók sem ég las í vikunni er Græðarinn eftir Antti Toumainen sem var þýdd af Sigurði Karlssyni. Hér er á ferðinni framtíðasaga sem gerist í Finnlandi eftir að gróðurhúsaáhrifin hafa leikið heiminn grátt. Stríð og hungursneið geisa víðsvegar um heiminn. Lífið í Helsínki er heldur enginn dans á rósum en þar eru morð og mannshvörf daglegt brauð. Í bókinni fylgjumst við með manni, sem er að leita að konu sinni, í þessum framtíðarheimi. Hún er fréttamaður sem hvarf við gerð fréttar um morðingja. Heimsmynd þessarar sögu er hennar helsti kostur og fannst mér hún mjög skemmtileg. Einnig er hún ágætlega skrifuð og vel þýdd. Persónurnar eru aftur á móti hennar helsti veikleiki. Ég fann lítið til með þeim og fannst erfitt að setja mig í þeirra spor. Allt var rosalega grátt og enginn virtist brosa nokkurn tímann. Ef fólki vantar auðveldan og stuttan reifara í sumarbústaðinn er alveg hægt að taka þessa með en ég var ekkert sérstaklega hrifinn sjálfur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *