Vargsöld

Written by admin

Ný furðusaga er væntanlega frá Rúnatý og eru búið að setja fyrsta kafla bókarinnar á netið. Þið getið nálgast hann hér. Ég er búinn að lesa kaflann og get ekki annað sagt en að mér líst mjög vel á söguna. Textinn sem er til sýnis á síðu Rúnatýs ber þess glögglega merki að hér er á ferðinni saga sem gerist í mjög ríkum heimi. Stundum þegar ég les bækur er augljóst að höfundur hefur hugsað heim sinn algerlega út. Ég fæ þá tilfinningu af þessum kafla og hlakka til að lesa framhaldið.

Einnig er gaman frá því að segja að þetta er ungmennasaga (Young-Adult) en sá bókaflokkur hefur verið að stækka mjög á Íslandi nýverið. Svona bækur hafa verið mjög vinsælar erlendis og get ég til dæmis bent á Hungurleikana, sem dæmi í þessum bókaflokk.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *