Monthly Archives: February 2014

Skemmtilegt á Goodreads

Written by admin

Var að skoða Goodreads síðuna fyrir The Lies of Locke Lamora og efsta gagnrýnin var eftir Patrick Rothfuss sem skrifaði The Name of the Wind (The Kingkiller Chronicle, #1). Mér fannst það bara eitthvað svo skemmtilegt

Untitled1

NB það gaf hann The Lies of Locke Lamora 5/5 sem er jákvætt því ég er að hlusta á hana og hún byrjar vel 🙂

We og Deathbird Stories

Written by admin

76171

Kláraði að hlusta á We eftir Yevgeny Zamayatin er ein af fyrstu dystópínum sem var skirfið enda gefin út 1923. Bæði 1984 og Brave New World sækja mikið til þessarar bókar þó hinar séu frægari. Hún var skiljanlega bönnuð í Sovétríkjunum en ráðamönnum þar var illa við boðskap um frelsi einstaklingsins og mögulega byltingu enda átti október byltingin að vera sú síðasta.

Sagan er klassísk dystópíu ástarsaga þar sem að einstaklingur sem er fastur í samfélagi sem bælir niður allt sem gerir hann mennskan verður ástfanginn. Hann kemst að því að aðrir hafa sömu tilfinningar og að heimurinn er ekki jafn einfaldur og ríkið vill meina.

Bókin er áhugaverð lesning sérstaklega þegar hún er skoðuð í samhengi við aðrar dystópíur. Jafnframt þá á hún við sama vandamál og 1984 að glíma. Sagan og heimurinn er áhugaverður en það vantar eitthvað umpf. Aðalpersónur eru óáhugaverðar sem er skiljanlegt þar sem þær búa í bældum heimi. (3/5)

219376

Kláraði svo að lesa Deathbird Stories eftir Harlan Ellison. Hér er á ferðinni smásagnasafn sem endar á Hugo verðlaunar sögunni Deathbird. Ég verð að viðurkenna að ég var fyrir nokkrum vonbrigðum með bókina. Ég er mikill aðdáendi Ellison en hef nú komist að þeirri niðurstöðu að besta leiðin til að lesa Ellison er að hlusta á höfundin sjálfan lesa sögur sínar. Þetta er lítið mál þar sem að næstum allar hljóðbækur höfundarins eru lesnar upp af honum sjálfum. Það er mjög skemmtilega ða fá söguna beint í æð nákvæmlega eins og ætlaði okkur að upplyfa þær. Auk þess er Ellison að reyna skrifa fagurbókmenntir og enskan því á köflum erfið. Hugsa því að það verði eitthvað í að ég lesi aftur Ellison og haldi mig bara frekar við hljóðbækurnar hans. Reyni jafnvel aftur við þessar bók á því formi. (3/5)

Annars lítið að frétta. Kláraði fyrsta draft að hrollvekjunni sem ég hef verið að vinna í og hún er komin í yfirlestur. Verður gaman að vita hvort að það sé eitthvað vit í henni. Held að ég sé á réttri leið því að hún er ekki við hæfi allra sem ég þekki. Myndi til að mynda ekki láta mömmu leggja í hana. Eiga hrollvekjur ekki að vera þannig?

Þrjár bækur

Written by admin

20319604

Draumsverð eftir Kjartan Yngva Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson er framhaldið af bókinni Hrafnsauga og hefst þar sem fyrri bókin endar. Við höldum áfram að fylgjast með Ragnari, Breka, Sirju og Nanúk. Hér fáum við líka að kynnast nýjum persónum sem búa víða í þessum ríka heimi höfundanna. Þetta mun verða mikil saga og erum við rétt svo að byrja í þessu ferðalagi. Ólíkt fyrri bókinni þá leyfir Draumsverð sér að staldra meira við í ævintýrinu sem gerir heiminn ríkari að mínu mati. Persónurnar vaxa frá því sem var í fyrri bók og verða eftirminnilegri.

Ég hef gaman af því að fá að lesa alvöru íslenskan ævintýrabókabálk. Bókin er ekki alveg jafn straumlínulöguð og sú fyrri en stundum er það kostur. Mér finnst jákvætt að höfundar séu að skrifa sögu fyrir alla aldurshópa og hika ekki við að sína hið illa samhliða hinu góða. Endirinn er nokkuð skyndilegur en skilur lesandann eftir spenntan fyrir næsta hluta. Þó finnst sjálfum mér alltaf gott að fá ákveðna “lokun” (e. closure) í lok hvers hluta í sagnabálk.

Ég hafði samt gaman af bókinni og get mælt með henni fyrir þá sem nutu fyrri bókarinnar. (4/5)

13497711

Aquaman Vol 1 The Trench eftir Geoff Johns. Ég gerðist svo frægur að skella mér í Nexus á laugardaginn og greip myndasögu. Ég kláraði söguna á skotstundu og hún var ágætis skemmtun. Margir höfðu talað um hvað þetta væri góð bók en hún olli mér nokkrum vonbrigðum. Ekki það að hún sé slæm það var bara búið að byggja upp nokkrar væntingar. Samt alltaf gaman að skella sér í smá öfurhetjusögu og sérstaklega skemmtilegt hvernig höfundarnir takast á við stöðu Aquaman í nútímasamfélaginu. Ágætis lesning. (3.5/5)

50847

Variable Star eftir Robert A Heinlein og Spider Robertson. Snemma á öldinni fannst gamalt handrit eftir Heinlein og var Robertson fenginn til að klára söguna. Sagan fjallar um ungan dreng sem er ástfanginn af stúlku en vegna svika hennar ákveður hann að ferðast um stjörnunnar og setjast að á nýrri plánetu. Eins og oft með Heinlein er aðalhetjan undarleg persóna sem ég get engan veginn fundið mig í. Hann minnir mig á hvernig fólk leit á John Wayne á sjötta og sjönda áratug síðastu aldar, nema hann er kannski eilítið opnari fyrir breytingum.

Sagan var ágæt til að byrja með en svo í lokahlutanum fór að takast á við hluti sem voru einstaklega áhugaverðir. Samt tókst henni að klúðra öllu í lokin með Deux ex Machina. Eitthvað leysir alla flækjuna á nokkrum blaðsínum og hafði enga forsögu. Samt allt í lagi lesning á meira sameiginlega með unglingabókum Heinlein frekar en seinni bókunum (eins go Stranger in a Strange Land). Allt í lagi. (3/5)

Annars allt gott að frétta. Er byrjaður að skrifa hrollvekjur fyrir Rithringsbókina og vonandi verður komið ágætis draft í lok vikunnar. Fékk annars að vita að þýsk þýðing að sögunni minni, sem er í Þetta var síðasti dagur lífs míns (Rithringur.is 2013), er væntanleg. Verður rosalega gaman að sjá hvað kemur út úr því 🙂