Monthly Archives: November 2013

Bossypants

Written by admin

Bossypants eftir Tinu Fey. Tina Fey er ein af fyndnustu grínistum samtímans og hefur náð gífurlegum árangri á sínu sviði. Hún fer vel yfir sögu sína í þessari bók og sínir skemmtilega mynd af sér. Hvernig hún lítur vinsældir sínar. Bakgrunnur hennar sem á lítið sameiginlega með fólki eins og Jerry Seinfeld og meira í ætt við Conan O‘Brian. Æska hennar og erfiðu árin sem flestir listamenn virðast ganga í gegnum. Hún segir frá lífinu í 30 Rock og hvernig það var að búa til þættina með saman nafni. Hún tók oft fram að bókin væri ekki ætluð fyrir karla en ég hafði alveg rosalega gaman af henni. Kannski er ég mjúkur inn við beinið eftir allt.

Sérstaklega skemmtilegt var hvað henni fannst óeðlilegt að karlmenn væru að lesa bókina. Að lokum þakkaði hún okkur strákunum fyrir. Skil eiginlega ekki af hverja, hafði alveg einstaklega gaman af sögunum hennar.

The Demon-Haunted World

Written by admin

The Demon-Haunted World eftir Carl Sagan. Þessi bók gæti verið betur skrifuð en boðskapur hennar er ótrúlega mikilvægur. Eftir að hafa lesið hana finnst mér óskiljanlegt að hún sé ekki kenndi í skólum. Sagan fer hér yfir afleyðingar loddara og gervivísinda. Auk þess kennir hann hvernig sjá má í gegnum rök þeirra. Jafnvel þó að þú hafir gaman af hlutum eins og stjörnuspeki þá hvet ég alla til að lesa þessa bók. Sagan setur fram góð rök og fer vel yfir málið. Mestum tíma eyðir hann í samsæriskenningar um geimverur, sem voru vinsælar á þeim tíma sem bókin var skrifuð. Hægt er að heimfæra margt í bókinni í nútímasamfélag og hún góður grunnur fyrir spyrjandi huga. Get ekki mælt nógu mikið með þessari bók. Eitthvað sem allir eiga að lesa. 5/5