Monthly Archives: October 2013

The Angel Experiment

Written by admin

The Angel Experiment (Maximum Ride #1) eftir James Patterson. Flestir þekkja eflaust nafnið James Patterson enda er hann þekktur fyrir að skrifa sakamála sögur um Alex Cross. Hér reynir hann fyrir sér að skrifa unglingabók (young adult) og tekst ágætlega til. Bókin byrjar að vísu frekar leiðinlega og ég var lengi að tengjast aðal persónu bókarinnar. Litlu munaði að ég gæfist upp á sögunni en seinni hlutinn er mun áhugaverðari svo mér tókst að klára gripinn. Sagan er klassísk nútímaævintýri um börn sem eru að hluta til með dýragen. Þau eru því gædd ómannlegum hæfileikum. Vondir vísindamenn vilja svo notfæra sér börnin. Þetta er allt eitthvað sem við höfum heyrt áður. Sagan er samt fín og margt verra til. Aðalpersónan og ung vinkona hennar eru minni stæðustu söguhetjurnar. Stjúpfaðir þeirri er líka áhugaverður en aðrir skila ekki eftir djúp spor. Man varla mikið eftir þeim. Einn hét Fang og hann átti að vera sætur og brúding. Annar hét Gasman og prumpaði, ekki beint stórkostlegt stuff. Samt alveg hægt að vinna með þetta. Sé til hvort ég nenni að halda áfram með þessa seríu. Fyrsta bókin hefur engan raunverulegan endi, sem er alltaf slæmt. Samt 3/5

Anathem eftir Neil Stephenson

Written by admin

Hlustaði nýlega á Anathem eftir Neil Stephenson. Neil Stephenson varð frægur eftir sögu sína Snow Crash, sem er mjög góð. Eftir sem liðið hefur á frama hans hafa bækurnar lengst. Þær eru alltaf vel úthugsaðar og hann leggur mikla vinnu í þær. Gallinn er bara að Anathem er allt of löng. Hún byrjar mjög áhugarverð. Búinn er til heimur sem er fullmótaður og við fylgjumst með hópi af nokkurs konar tækni- eða vísindamunkum í klaustri á plánetu langt frá okkar eigin. Í gegnum bókina er farið í gegnum sögu þessa heims. Settar eru fram skilgreiningar og tilvísanir í sögu og tungumál. Til að byrja með er þetta skemmtilegt en svo fer bókin að vera löng. Þetta verður einhvern veginn of mikið. Ég hlustað á þessa bók og fannst erfitt að muna eftir öllum persónunum. Sumar er vissulega góðar og minnisstæðar. Aðrar eru bara svo smávægilegar í þessum doðranti að þær gleymast. Hugmyndin er samt góð. Þessi menning verður heimsótt af verum frá öðrum plánetum. Stephenson leggur mikla áherslu á heimspeki og vísindi sögunnar. Þetta verður samt allt eitthvað svo mikið. Mæli með þessari fyrir þá sem hafa gaman af löngum og erfiðum bókum. Hún var þó ekki leiðinleg. Ég held bara að hún hefði getað verið svo miklu betri í styttra formi. 3/5

Flow my Tears the Policeman Said eftir Philip K Dick.

Written by admin

Afsakið hvað það er langt síðan að ég setti eitthvað hérna inn. Hér er ein stutt bókarýni. Vona að þið njótið. Eins og allar bækur Dick þá er þessi skrítin. Frægur söngvari og þáttastjórnandi vaknar á ókunnugum stað. Enginn virðist þó muna eftir honum. Heimurinn virðist hafa gleymt honum, sem er slæmt þar hér er um að ræða Dystopíu. Þegnar þessara Bandaríkja framtíðarinnar verða ávallt að vera með skilríki á sér eða eiga hættu á að vera sendir í þrælabúðir. Persónur sögunnar eru ágætlega úthugsaðar. Ég man vel eftir þeim flestum og myndaði mér mynd af þeim í huganum. Dick setur hina lægstu í samfélaginu saman við háskóla fólk en þessir hópar enda í hinum áður nefndu þrælabúðum. Er höfundur þar líklega að reyna sína hvernig samfélagið vanmetur þessa hópa. Hann setur líka út á undarlegt líferni og siðferði hinna ofurríku. Flétta sjálf er undarlega leyst og myndi ég vilja kalla það Deus ex machina, þó aðrir gætu verið ósammála þeirri túlkun. Bókin er að mínu mati hálf endasleppt. Var hræddur um að það vantaði eitthvað við hljóðbókina mína en svo virðist ekki vera. Hún er samt ágætis skemmtun og gaman að ferðast um þennan heim Dick. 3/5