Monthly Archives: August 2013

Vargsöld og iPad sem lestölva

Written by admin

Ég náði mér í eintak af bókinni Vargsöld í sumar eftir Þorstein Mar. Bókin er skemmtilega og mæli ég hiklaust með henni. Hún minnir mig á bækur eins og The Eye of the Beholder en fellur þó ekki í sömu Tolkien klisjur og sú bók. Hér er búinn til áhugaverður heimur sem virðist vera vel úthugsaður og mun ríkari en kemur fram í þessari einu bók. Því verður gaman að sjá hvað gerist í næstu bókum.

Söguþráðurinn var spennandi og hélt alltaf áhuga mínum allan tíman. Fannst samt alltaf mun áhugaverðara að fylgjast með aðalpersónunni Ráðgríð þegar hún var í sveitum Norðmæri en þegar hún var í borginni. Hef einhverja hluta vegna alltaf heillast meira af þess háttar í ævintýraskáldskap. Textinn er góður og flæðir mjög vel. Lýsingar og persónur flottur. Sagan sjálf er frumleg og heillaði mig alveg. Þorsteinn sýnir okkur nægilega mikið af þessum heimi til að halda okkur spenntum fyrir framhaldið. Hún hentar vel fyrir alla þá sem hafa gaman af ævintýrabókum eins og Lord of the Rings.

Aðal persóna Vargsaldar er stúlkan Ráðgríður. Sjaldgæft er að konur séu aðalpersónur í ævintýrabókum og margir því jákvætt lesa þarna um hörku kvenhetja. Mikilvægara finnst mér er þó að þetta hentar sögunni mjög vel og gerir hana áhugaverðari.

Ég var svo heppinn að fá Vargsöld bæði á kilju og á rafbókarformi. Þannig að ég ákvað að kíkja á hana í nýja iPad-inum mínum. Verð að segja eftir að hafa prófað að lesa bæði sögur í iPad og í lestölvu, þá mæli ég frekar með lestölvum (eins og Kindle). Ástæðan er að iPad er tölva sem hægt er að nota á marga vegu. Lestölvan er aftur á móti einungis til lesturs. Þannig að þegar ég ætlaði að fara lesa í iPad-inum var alltaf eitthvað eitt í viðbót sem ég vildi skoða áður á Youtube, Facebook, io9 eða 9gag. Þegar maður leggst upp í rúm til lesturs vill maður bara lesa og best er að skilja truflanir umheimsins eftir inn í stofu. Þannig að lokum þá gafst ég upp á að lesa í iPad-inum og sneri mér að kiljunni. Örfáum dögum síðar var bókin búin. Því mæli ég frekar með Kindli fyrir þá sem eru að leita sér að lestölvu. Aftur á móti ef ykkur vantar  afþreyingartæki sem hægt er að bera út um allt er iPad alveg málið (og ég mæli hiklaust með honum).