Monthly Archives: July 2013

Martröð í 20.000 fetum

Written by admin

Alltof langt síðan er að ég skrifaði eitthvað á þessa blessuðu bloggsíðu. Þið getið kannski fyrirgefið það þar sem ég er búinn að vera duglegur að skrifa næstu bók ;). Þó hefur talsvert verið að gerast. Var viðtal við mig í Mogganum síðastliðinn (9/7/13) og ég skrifaði grein á Nörd norðursins um Richard Matheson. Einnig hef ég verið í fjölmörgum útvarpsviðtölum og skal skella þeim hérna inn á bloggið sem fyrst.

En þar sem ég skrifað grein um Richard Matheson einn af mínum uppáhalds rithöfundum langaði mig að skella inn aðeins um þær útgáfur og tilvitnanir sem gerðar hafa verið í eina af hans frægustu sögum Matröð í 20.000 fetum (Nightmare at 20,000 ft).

Upphaflega var sagan gerð að Twilight Zone þætti þar sem William Shatner var í hlutverki flugfarþegans. Þessi þáttur þykir einn af þeim betri sem gerðir voru í þessari klassísku sjónvarpsþáttaröð. Hér er stutt kynning.

Þegar að Twilight Zone: The Movie var gerð árið 1983 var sagan endurgerð og nú fór John Lithgow með hlutverk flugfarþegans. Tímarnir höfðu breyst og því þurfti aðeins að breyta í sögunni. Einnig var skrímslið bætt sem hafði verið nokkuð hallærislegt í þættinum  frá 1963.

The Simpsons gerðu svo sína útgáfu af sögunni í „The Tree House of Horror IV“. Fjölmargir kannast líklega við þessa útgáfu.

Í bíómyndinni Ace Ventura when Nature Calls tekur Jim Carrey smá William Shatner eftirhermu í annars slakri bíómynd.

Tiny Toons bjuggu til sín útgáfu af sögunni og má sjá hana hér að neðan.

Í sjónvarpsþáttunum 3rd Rock from the Sun vitnuðu John Lithgow og William Shatner í hlutverkið sem þeir höfðu báðir leikið. Þessi stutta setning sögð af persónu Lithgow verður skyndilega mjög fyndin þegar að menn fatta tenginguna.

Við okkar sem horfði of mikið á Cartoon Network mun svo eftir þessari útgáfu Johnny Bravo af sögunni.

Hjómsveitin Anthrax tók upp myndband sem var einskonar eftirherma af sögunni.

Bernie Mac tók þetta líka fyrir og má sjá hans útgáfu hér, útgáfa hans byrjar á 13 mínútu myndbrotsins.

Madagascar 2 vitnaði í Nightmare at 20.000 ft í brotinu að neðan.

Síðasta tilvitnunin er svo úr teiknimyndinni Cloudy With a Chance of Meatballs.