Monthly Archives: June 2013

Hyperion Cantos og Græðarinn

Written by admin

Hyperion Cantos

Í vikunni var ég að klára að lesa Rise of Edymion og kláraði þar með síðustu af fjórum í bókaflokknum um Hyperion eftir Dan Simmons. Fyrsta bókin var einstaklega skemmtileg og byggð upp talsvert öðruvísi en hinar þrjár. Gæðin minnka svo við hverja bók og er sú síðasta slökust. Ekki að Rise of Edymion sé leiðinleg hún á bara ekkert í fyrstu bókina, Hyperion, sem er stórkostleg. Heimur þessara bóka er einkar frumlegur og stórkostlegar lýsingar á umhverum, geimverum og faratækjum eru oft einkar skemmtilegar. Þessar bækur sækja mikið í smiðjum súrrealista vísindaskáldsagnanna eins og Ray Bradburry og William Burroughs, þar sem þær notast frekar við hið stórkostlega til að heilla lesandann heldur en vísindi. Helsti galli Hyperion bálksins er höfundur virðist ekki hafa haft nægilega skýra mynd af því hvert hann ætlaði með söguna þegar hann hóf ferðalagið. Endirinn klára þó alla helstu þræðina. Sjálfur hefur höfundur sagt að þetta séu í raun tvær bækur. Fyrstu tvær myndi Hyperion söguna og seinni tvær Endymion. Annað sem fór í taugarnar á mér heimspeki höfundar sem var mjög væmin á köflum. Annars er þetta skemmtileg lesning sem ég mæli hiklaust með.

 

Græðarinn

Önnur bók sem ég las í vikunni er Græðarinn eftir Antti Toumainen sem var þýdd af Sigurði Karlssyni. Hér er á ferðinni framtíðasaga sem gerist í Finnlandi eftir að gróðurhúsaáhrifin hafa leikið heiminn grátt. Stríð og hungursneið geisa víðsvegar um heiminn. Lífið í Helsínki er heldur enginn dans á rósum en þar eru morð og mannshvörf daglegt brauð. Í bókinni fylgjumst við með manni, sem er að leita að konu sinni, í þessum framtíðarheimi. Hún er fréttamaður sem hvarf við gerð fréttar um morðingja. Heimsmynd þessarar sögu er hennar helsti kostur og fannst mér hún mjög skemmtileg. Einnig er hún ágætlega skrifuð og vel þýdd. Persónurnar eru aftur á móti hennar helsti veikleiki. Ég fann lítið til með þeim og fannst erfitt að setja mig í þeirra spor. Allt var rosalega grátt og enginn virtist brosa nokkurn tímann. Ef fólki vantar auðveldan og stuttan reifara í sumarbústaðinn er alveg hægt að taka þessa með en ég var ekkert sérstaklega hrifinn sjálfur.

Hvítir múrar borgarinnar fáanlega í helstu bókabúðum og verslunum

Written by admin

Ég er aðeins búinn að fara um að smella myndum af manni með bókinni. Hér sést ég í Nexus og Hagkaup Smáralind. Svo eru myndir af bókinni í Hagkaup Kringlunni og Hagkaup Skeifunni.

HMB11 HMB10 HMB9 HMB8 HMB7

Vísindaskáldsögur fyrir lengra komna á Nörd norðursins

Written by admin

Fyrir stuttu síðan skrifaði ég grein á Nörd norðursins þar sem ég mældi með nokkrum bókum fyrir þá sem eru miklir unnendur vísindaskáldsagna. Þið getið lesið greininga hér (http://nordnordursins.is/2013/05/visindaskaldsogur-fyrir-lengra-komna/ ). Í neðanmála greinarinnar mældi ég með nokkrum bókum án nánari umfjöllunar. Þar á meðal voru The Forever War eftir Joe Haldeman og The Mote in God‘s Eye eftir Niven og Purnelle.

The Forever War er saga um mann sem berst fyrir mannfólkið í framtíðarheimi. Hann hoppar plánetu frá plánetu og berst við geimveru ógnvald sem ógnar mannkyninu. Þar sem að lögmál afstæðiskenningar Einsteins eru virt í þessum heimi þá líður alltaf gífurlega langur tími á Jörðinni meðan að söguhetja er í sendiförum sínum. Hann sér því hvernig samfélagið breytist á hundruð ára en fyrir honum er tími bara örfá ár. Athyglisverðar samfélagspælingar eru í sögunni og framhald hennar The Forever Peace er á leslistanum mínum í ár. Ég mæli því hiklaust með þessari.

The Mote in God‘s Eye segir frá sendir för manna að sérstökum stað í vetrarbrautinni. Þar finna þeir fyrstu geimverurnar sem verða á vegi mannkyns. Þessar verur, sem eru skemmtilega undarlegar, bjóða mennina velkomna og fáum við að kynnast samfélagi þeirra og plánetu. Þessar verur hafa samt eitthvað að fela og þurfa mennirnir að grafast fyrir til að komast að hinu sanna. Þessi bók greip mig strax og hafði ég einstaklega gaman af lestrinum. Mér skilst að SyFy sjónvarpstöðin stefni á að búa til framhaldsmynd eftir sögunni sem gæti komið mjög vel út ef rétt gert.

New Project 1 Untitled

Útgáfuhóf

Written by admin

tilefni af útgáfu furðusagnanna Hvítir múrar borgarinnar eftir Einar Leif Nielsen og Vargsöld eftir Þorsteinn Mar(þf) þá langar okkur í Rúnatý til að blása til útgáfuhófs í verslun Eymundsson í Austurstræti á föstudaginn kemur. Höfundar munu segja stuttlega frá verkum sínum, hægt verður að fá bækur áritaða og að sjálfsögðu verður boðið upp á léttar veitingar. Báðar bækurnar verða á flottu tilboði á meðan hófinu stendur.

Staður: Eymundsson Austurstræðti

Stund: Föstudagurinn 7. júní kl 17:30