Monthly Archives: April 2013

Vísindaskáldsögur fyrir byrjendur

Written by admin

Vefsíðan Nörd norðursins birti grein frá mér nýlega sem fjallar um, eins og titillinn bendir á, vísindaskáldsögur fyrir byrjendur. Þetta var skemmtilegt efni að skrifa um og ég hugsaði heilmikið um hvaða bækur ég átti að velja. Endilega kíkið á greinina hér.

Annars er gaman að segja frá því að í lok greinarinnar mæli ég með nokkrum bók. Þar á meðal eru tvær af mínum uppáhalds: Flowers for Algernon og Fahrenheit 451.

Flowers for Algernon er ein af þessum bókum sem snertir mann ef maður kemst inn í hana. Ég las hana á einum degi í fyrra  og ætla mér að taka aðra umferð í ár. Hún leggur fram pælingar um hamingju, gáfur og hvað gerir okkur að betri manneskjum. Alger gimsteinn af bók. Bókin fjallar um einfeldning sem tekur þátt í læknisfræðilegri tilraun og áhrifin sem því fylgja.

Fahrenheit 451 er líka mikil snilld. Hún er eftir einn af mínum uppáhalda höfundum Ray Bradburry sem lést nýlega. Ég hef alltaf dálæti á að lesa bækur eftir hann en Fahrenheit var sú fyrsta. Þetta er dystópíu saga, sem ég haf alltaf mikið dálæti á, og fjallar um samfélag þar sem bækur eru bannaðar og slökkvuliðsmenn vinna við að brenna þær. Hún er mjög stutt og flokkast af sumum sem nóvella (held að hún sé rétt rúm 40 þúsund orð).

fahrenheit-451 flowers-for-algernon-book

Hvítir múrar borgarinnar fáanleg á ebaekur.is

Written by admin

Rúnatýr er kominn í samstarf við ebaekur.is varðandi sölu á bókum. Hvítir múrar borgarinnar er ein þeirra. Einhverja hluta vegna kemur hún ekki á forsíðunni hjá þeim en nóg er bara að leita að orðinu “hvítir” til að finna bókina. Endilega kíkið á þetta og í leiðina mæli ég með að skoða aðrar bækur frá Rúnatý.

7 vikur á toppnum!

Written by admin

Salan á bókinn Hvítir múrar borgarinnar hefur gengið vel og var hún í heilar 7 vikur á toppnum hjá Skinnu.is. Þetta er eitthvað sem ég er rosalega stolltur af. Síðustu viku, þá fyrstu í apríl, féll hún svo niður í 4. sæti listans en maður getur ekki alltaf verið efstur 😉 Salan hefur gengið svo vel að stefnt er að setja bókina í prentun og gefa út í maí. Þetta er mjög spennandi verkefni og mun maður þá eftir fara á fullt í kynningu. Aldrei að vita nema maður komist aftur á toppinn hjá Skinnu. Annars er ég mjög ánægður með vefsíðuna hjá Skinnu og hef verslað við þá. Ef þið eigið lesbretti skulu þið endilega kíkja síðuna þeirra.

 

Nörd norðursins gagnrýnir Hvíta múra borgarinnar (***1/2)

Written by admin

Steinar Logi Sigurðsson skrifaði gagnrýndi Hvíta múra borgarinnar á síðunni Nörd norðursins. Hann var í haldina ánægður með bókina og gaf henni þrjár og hálf störnu af fimm. Hann tók saman gagnrýnina í eftirfarandi texta: “Hvítir múrar borgarinnar er grípandi saga og er ansi vel skrifuð, sérstaklega miðað við frumraun; hrynjandinn er góður og söguþráðurinn koðnar ekki niður. Þetta er ein af þessum bókum sem maður bara heldur áfram að lesa. Ég mæli með þessari fyrir unnendur furðusagna.” Ég var mjög ánægður að lesa þennan dóm (eins og þann frá Furðusögum). Þannig að það gengur allt vel og manni hlakkar til að sjá hvert áframhaldið verður. Dóminn má lesa í heild sinni hér.

Furðusögur gagnrýna Hvítir múrar borgarinnar

Written by admin

Snæbjörn Brynjarssson gagnrýndi Hvíta múra borgarinnar á bloggsíðunni Furðusögur. Hann kom með góðar ábendingar og mældi með bókinni sem var einstaklega ánægjulegt. Þetta er fyrsti dómurinn sem birtist um bókina og var rosalega gaman að sjá hann. Snæbjörn gaf (ásamt Kjartani Yngva Björnssyni) út bókina Hrafnsauga fyrir jólin 2012 og fékk hún mjög góðar viðtökur. Þið getið lesið dóminn hér.

Stykla fyrir Hvíta múra borgarinnar

Written by admin

Ég bjó til til styklu fyrir Hvíta múraborgarinnar. Myndefnið er allt undir creative commons og lagbútin bjó ég sjálfur til. Endilega skoðið þetta 🙂

http://www.youtube.com/watch?v=BtKeacoUJCM

Nörd norðursins fjallar um Hvíta múra borgarinnar

Written by admin

Síðan Nörd norðursins var með stutta umfjöllun um Hvíta múra borgarinnar 25. janúar 2013. Fréttin var birt í tilefni af útkomu bókarinnar og má lesa hana hér.

Viðtal við Harmageddon

Written by admin

28. janúar fór ég í viðtal hjá Harmageddon sem var einstaklega skemmtilegt. Hef lengi hlustað á þáttinn hjá Frosta og Mána og var því einstaklega gaman að kíkja við hjá þeim. Þetta var mitt fyrsta útvarps viðtal. Alltaf jafn sérstakt að heyra röddina í sér haha. Ég var ánægður með þetta og sendi svo þeim Frosta og Mána eintak af bókinni, vona bara að þeir hafi notið lestursins. Viðtalið má heyra hér.

Fréttablaðið fjallar um Hvíta múra borgarinnar

Written by admin

 

Daginn sem Hvítir múrar borgarinnar kom út þá birti fréttablaðið umfjöllun um bókina. Við vorum víst undir smá tímapressu svo að það var tekinn mynd af mér strax eftir vinnu. Eins og svo oft áður þá var maður í vinnugallanum að kynna bókina. Samt alltaf sætur. Daginn eftir þessa umfjöllun var lítil klausa þar sem ég sagði frá hverju ég var að lesa (The Princess Bride). Þessi umfjöllun daginn eftir var í fyrsta skiptið þar sem ég var titlaður rithöfundur, það var kind of awesome!

Umgjöllun um HMB í fréttablaðinu

 

Umfjöllun á Smugunni

Written by admin

Vefritið Smugan birti umfjöllun um Hvíta múra borgarinnar 28. jánúar 2013. Var einstaklega skemmtilegt að sjá umfjöllun um bókina þarna. Þið sem hafið áhuga getið lesið greinina hér.