Category Archives: Umfjallanir

Nörd norðursins fjallar um Hvíta múra borgarinnar

Written by admin

Síðan Nörd norðursins var með stutta umfjöllun um Hvíta múra borgarinnar 25. janúar 2013. Fréttin var birt í tilefni af útkomu bókarinnar og má lesa hana hér.

Viðtal við Harmageddon

Written by admin

28. janúar fór ég í viðtal hjá Harmageddon sem var einstaklega skemmtilegt. Hef lengi hlustað á þáttinn hjá Frosta og Mána og var því einstaklega gaman að kíkja við hjá þeim. Þetta var mitt fyrsta útvarps viðtal. Alltaf jafn sérstakt að heyra röddina í sér haha. Ég var ánægður með þetta og sendi svo þeim Frosta og Mána eintak af bókinni, vona bara að þeir hafi notið lestursins. Viðtalið má heyra hér.

Fréttablaðið fjallar um Hvíta múra borgarinnar

Written by admin

 

Daginn sem Hvítir múrar borgarinnar kom út þá birti fréttablaðið umfjöllun um bókina. Við vorum víst undir smá tímapressu svo að það var tekinn mynd af mér strax eftir vinnu. Eins og svo oft áður þá var maður í vinnugallanum að kynna bókina. Samt alltaf sætur. Daginn eftir þessa umfjöllun var lítil klausa þar sem ég sagði frá hverju ég var að lesa (The Princess Bride). Þessi umfjöllun daginn eftir var í fyrsta skiptið þar sem ég var titlaður rithöfundur, það var kind of awesome!

Umgjöllun um HMB í fréttablaðinu

 

Umfjöllun á Smugunni

Written by admin

Vefritið Smugan birti umfjöllun um Hvíta múra borgarinnar 28. jánúar 2013. Var einstaklega skemmtilegt að sjá umfjöllun um bókina þarna. Þið sem hafið áhuga getið lesið greinina hér.