Category Archives: Greinar

Vísindaskáldsögur fyrir byrjendur

Written by admin

Vefsíðan Nörd norðursins birti grein frá mér nýlega sem fjallar um, eins og titillinn bendir á, vísindaskáldsögur fyrir byrjendur. Þetta var skemmtilegt efni að skrifa um og ég hugsaði heilmikið um hvaða bækur ég átti að velja. Endilega kíkið á greinina hér.

Annars er gaman að segja frá því að í lok greinarinnar mæli ég með nokkrum bók. Þar á meðal eru tvær af mínum uppáhalds: Flowers for Algernon og Fahrenheit 451.

Flowers for Algernon er ein af þessum bókum sem snertir mann ef maður kemst inn í hana. Ég las hana á einum degi í fyrra  og ætla mér að taka aðra umferð í ár. Hún leggur fram pælingar um hamingju, gáfur og hvað gerir okkur að betri manneskjum. Alger gimsteinn af bók. Bókin fjallar um einfeldning sem tekur þátt í læknisfræðilegri tilraun og áhrifin sem því fylgja.

Fahrenheit 451 er líka mikil snilld. Hún er eftir einn af mínum uppáhalda höfundum Ray Bradburry sem lést nýlega. Ég hef alltaf dálæti á að lesa bækur eftir hann en Fahrenheit var sú fyrsta. Þetta er dystópíu saga, sem ég haf alltaf mikið dálæti á, og fjallar um samfélag þar sem bækur eru bannaðar og slökkvuliðsmenn vinna við að brenna þær. Hún er mjög stutt og flokkast af sumum sem nóvella (held að hún sé rétt rúm 40 þúsund orð).

fahrenheit-451 flowers-for-algernon-book