Category Archives: Gagnrýnir

Bestu vísindasmásögur allra tíma: Nightwings

Written by admin

Ég hlustaði nýlega á nóvelluna Nightwings eftir Robert Silverberg. Hún er í grunninn ævintýri sem er sett í vísindasagna búning með álfum um umbreytingum (e. shapeshifters). Sú útgáfa sem ég las var skáldsagan Nightwings sem er samsett úr þremur nóvellum; Nightwings (1968), Perris Way (1968) og To Jorslem (1969). Sögurnar þrjár mynda eina heild þó augljóst sé hvar ein endar og sú næsta byrjar.

Fyrsta sagan, Nightwings, fjallar um ferð þriggja einstaklinga til Rómar (Rum/Rúmar), samskipti þeirra og stöðu í samfélaginu. Sögursviðið er fjarlægð framtíð þar sem hnignun mannkyns hefur átt sér stað. Þetta er þó langt því að vera eins og í Mad Max. Í staðinn ferðast lesandinn til eins konar miðaldarsamfélgas sem er litað af framtíðartækni. Persónur eru settar í stéttir sem skilgreina hlutverk þeirra og stöðu í samfélaginu. Aðalsöguhetjan er sjáandi en hlutverk þeirra er að fylgist með himnunum í leit að vísbendingum fyrir væntanlega geimveruinnrás. Annar ferðalangur er ung stúlka sem er með vængi en hún getur aðeins notað þá á nóttunni (þaðan kemur titillinn) og þriðji ferðalagnurinn er umbreytingur en litið er á þá sem annars flokks samfélagsþegna og þeir oftast útskúfaðir.

Sagan er ekki stutt en býr til frumlegan framtíðarheim. Ég myndi halda að A Canticle for Leibowitz (1959) eftir Walter M. Miller hafi haft áhrif á Silverberg. Þó sögurnar séu mjög ólíkar, önnur er drama en hin farsi/kómedía þá er ákveðið líkt með uppsetningu hnignunarsamfélagsins. Þetta er alls ekki ólíklegt enda hefur Silverberg verið hluti aðdáendasamfélagi (e. fan community) vísindasagna í áratugi. Hann fór á sitt fyrsta Worldcon á sjötta áratug síðustu aldar og hefur reynt að mæta á hverja einustu hátíð síðan þá. Ég var svo einstaklega heppinn að fá heyra hann tala um sögu vísindaskáldskapar bæði í London (2013) og í Helsinki (2018). Sagan hans er nokkuð merkilega en hann hóf feril sinn aðdáendi en varð svo með tímanum einn af áhrifamestu vísindasagnahöfundum allra tíma.

Stéttarskipting Nightwings og hið miðaldarlega framtíðarsamfélag minnir líka eilítið á heim borðspilsins Warhammer 40,000. Ég velti fyrir mér hvort hugmyndasmiðir Games Workshop hafi ekki lesið Silverberg. Þó það sé margt ólík er margt svipað; stéttir (e.guilds), vélþjónar (e. servitors), heilakrukkur (e. brain jars), bæði sækja mikið til Rómaveldis og báðar sögurnar gerast fjörutíu þúsund ár í framtíðinni. Ég velti líka fyrir mér hvort að Gene Wolf hafi sótt innblástur í Nightwings þegar hann skirfaði Book of the New Sun en ég ekki séð það staðfest.

Nightwings er sjálfstæð nóvella en hefur eins og áður sagði tvö framhöld. Hún getur þó vel staðið sjálfstæð en það kæmi mér mikið á óvart ef lesandi myndi ekki glugga í framhaldið eftir að hafa lokið við fyrstu söguna. Perris Way (1968) fjallar um ferðalag sjáandans til París (Perrís/Perris) með prins Rúmar og To Jorslem (1969) fjallar um ferðalag hans til Jerúsalem (Jorslem) með morðingja. Báðar sögurnar bæta heilmiklu við heiminn og gera söguna heildstæðari. Síðasta saga þjáist þó í bláendan af leiðindar sagnaminni sem er líklega barn síns tíma.

Nightwings var gefin út í September 1968 í Galaxy Magazine. Hún vann Hugo verðlaunin sem besta nóvellan árið 1969 og var útnefnd árið 1968 í sama flokki til Nebula verðlaunanna. Hún var aðlöguð sem myndasaga hjá DC Science Fiction árið 1985. Skáldsagan Nightwings er aðgengilega á Storytel og ég mæli eindregið með henni.

Þrjár bækur

Written by admin

20319604

Draumsverð eftir Kjartan Yngva Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson er framhaldið af bókinni Hrafnsauga og hefst þar sem fyrri bókin endar. Við höldum áfram að fylgjast með Ragnari, Breka, Sirju og Nanúk. Hér fáum við líka að kynnast nýjum persónum sem búa víða í þessum ríka heimi höfundanna. Þetta mun verða mikil saga og erum við rétt svo að byrja í þessu ferðalagi. Ólíkt fyrri bókinni þá leyfir Draumsverð sér að staldra meira við í ævintýrinu sem gerir heiminn ríkari að mínu mati. Persónurnar vaxa frá því sem var í fyrri bók og verða eftirminnilegri.

Ég hef gaman af því að fá að lesa alvöru íslenskan ævintýrabókabálk. Bókin er ekki alveg jafn straumlínulöguð og sú fyrri en stundum er það kostur. Mér finnst jákvætt að höfundar séu að skrifa sögu fyrir alla aldurshópa og hika ekki við að sína hið illa samhliða hinu góða. Endirinn er nokkuð skyndilegur en skilur lesandann eftir spenntan fyrir næsta hluta. Þó finnst sjálfum mér alltaf gott að fá ákveðna “lokun” (e. closure) í lok hvers hluta í sagnabálk.

Ég hafði samt gaman af bókinni og get mælt með henni fyrir þá sem nutu fyrri bókarinnar. (4/5)

13497711

Aquaman Vol 1 The Trench eftir Geoff Johns. Ég gerðist svo frægur að skella mér í Nexus á laugardaginn og greip myndasögu. Ég kláraði söguna á skotstundu og hún var ágætis skemmtun. Margir höfðu talað um hvað þetta væri góð bók en hún olli mér nokkrum vonbrigðum. Ekki það að hún sé slæm það var bara búið að byggja upp nokkrar væntingar. Samt alltaf gaman að skella sér í smá öfurhetjusögu og sérstaklega skemmtilegt hvernig höfundarnir takast á við stöðu Aquaman í nútímasamfélaginu. Ágætis lesning. (3.5/5)

50847

Variable Star eftir Robert A Heinlein og Spider Robertson. Snemma á öldinni fannst gamalt handrit eftir Heinlein og var Robertson fenginn til að klára söguna. Sagan fjallar um ungan dreng sem er ástfanginn af stúlku en vegna svika hennar ákveður hann að ferðast um stjörnunnar og setjast að á nýrri plánetu. Eins og oft með Heinlein er aðalhetjan undarleg persóna sem ég get engan veginn fundið mig í. Hann minnir mig á hvernig fólk leit á John Wayne á sjötta og sjönda áratug síðastu aldar, nema hann er kannski eilítið opnari fyrir breytingum.

Sagan var ágæt til að byrja með en svo í lokahlutanum fór að takast á við hluti sem voru einstaklega áhugaverðir. Samt tókst henni að klúðra öllu í lokin með Deux ex Machina. Eitthvað leysir alla flækjuna á nokkrum blaðsínum og hafði enga forsögu. Samt allt í lagi lesning á meira sameiginlega með unglingabókum Heinlein frekar en seinni bókunum (eins go Stranger in a Strange Land). Allt í lagi. (3/5)

Annars allt gott að frétta. Er byrjaður að skrifa hrollvekjur fyrir Rithringsbókina og vonandi verður komið ágætis draft í lok vikunnar. Fékk annars að vita að þýsk þýðing að sögunni minni, sem er í Þetta var síðasti dagur lífs míns (Rithringur.is 2013), er væntanleg. Verður rosalega gaman að sjá hvað kemur út úr því 🙂

 

Oryx & Crake

Written by admin

Í dag kláraði ég að hlusta á Oryx & Crake eftir Margret Atwood og var rosalega hrifinn. Ég hafði áður lesið íslensku þýðinguna af Sögu þernunar sem mér fannst leiðinleg. Eftir að hafa lesið þessa sögu er ég að hugsa um að gefa Sögu þernunnar annan séns (að vísu í hljóðbók í þetta skipti). Oryx & Crake fjallar um Snowman, sem hét áður Jimmy, en hann býr í óhugnanlegri framtíðarauðn þar sem undarlegar mannlegar verur búa. Veröldin er full af kynlegum blendings verum (e. hybrids) sem honum stafar ógn af. Snowman segir okkur sögu sína og í leiðinni komumst við að því af hverju heimurinn fór til fjandans.

Sagan er skemmtileg og ekki einungis innri mónólógur ens og Saga þernunnar. Hún er full af áhugaverðum og hrollvekjandi hugmyndum. Atwood kynnir okkur fyrir viðbjóðslegum hlutum framtíðarheims en án þess að ganga fram af okkur (hóst hóst Robert Heinlein). Sumt af því sem er í bókinni hef ég aldrei heyrt um áður en því miður of sjaldgæft í öðrum vísindaskáldsögum. Snowman er ekki góð mannseskja en við sjáum hvernig drengurinn JImmy breytist í þennan vonlausa mann. Crake er vinur hans sem er mjög týpískur ofgreindur valdasjúklingur en Oryx er místísk kvenpersóna, sem sumir vilja jafnvel meina að sé einungis ímyndun.

Mæli með Oryx & Crake en sumt í henni er mjög óhuggulegt og því ekki fyrir alla. (4.5)

Í gær fór ég annars í Hörpuna og sá Phillip Glass. Víkingur Heiðar spilaði meðal annars  þetta lag.

http://www.youtube.com/watch?v=fzC-SjOuN-A 

Stiklan fyrir The Fault in our Stars var frumsýnd í dag. Bókin er æðislega en ég veit ekki með þessa stiklu en maður mun ábyggilega sjá hana 🙂

http://www.youtube.com/watch?v=9ItBvH5J6ss

Annars kláraði ég að fara yfir 9 kafla í bókinni sem ég hef verið að vinna við undanfarið. Þá er maður búinn með 52%, jei 🙂 Er að vísu spuring hvort þetta sé það sem verður gefið út næst en maður verður að halda áfram við þetta. Nb hlustaði á Phillip Glass á meðan ég kláraði síðustu blaðsíðurnar í kaflanum. Nú er það bara þetta smásögu dæmi, sem ég talaði um í gæt. Best að skella nokkrum hugmyndum á blað sem er alltaf skemmtilegt.

Hrafnsauga

Written by admin

Þrátt fyrir að Íslendingar eigi ríka ævintýrahefð er afskaplega lítið af íslenskum skáldvekum til sem sækja í sagnahefð rithöfunda eins og J.R.R. Tolkien, Ursula K LeGuin eða George R. R. Martin. Hrafnsauga eftir Kjartan Yngva Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson er metnaðarfull saga sem reynir að bæta úr þessu. Sagan býr til nýjan heim þar sem ýmiskonar furðuverur búa og leiðir lesandan ævintýralegt ferðalag. Þessi metnaðarfulla bók er þörf viðbót í íslenskan menningararf og býður upp á ferskan blæ sem hefur ekki áður verið til nema í þýðingum á verkum Tolkiens. Hún kom út fyrir jólin 2012 en síðan þá hefur framhald hennar Draumsverð og bókin Vargsöld, sem er í svipaðri sagnahefð, einnig komið út. 

Í upphafi bókarinnar kynnumst við nokkrum unglingum af þjóðflokki Jana sem er þrýst út í spennandi atburðarás eftir að skrímsli ráðast á þorpið þeirra. Eftir það leggja söguhetjurnar, sem eru eltar af útsendurum hins illa, upp í ferðalag og bera meiri ábyrgð en nokkurt þeirra órar fyrir. Ég var alveg sérstaklega heillaður af illu öflunum í þessari bók og bíð spenntur að kynnast þeim enn frekar.

Fyrsta sem mig langar að nefna varðandi Hrafnsauga er hve vel skrifuð hún er. Ég tók aldrei eftir því að tveir höfundar hefðu skrifað hana og textinn flæddi ljúfmannlega. Heimurinn sem búinn er til virðist vera úthugsaður og skemmtilega framsettur. Við kynnumst mátulega mikið af honum. Því býð ég spenntur eftir að lesa Draumsverð, sem kom út nýlega, til að fá enn frekar að upplifa þessa nýju veröld.

Persónurnar sem kynntar til leiks upplifa mikið í sögunni en munu líklega breytast ennþá meira þegar líður á sagnabólkinn. Helsta gagnrýni mín væri í garð þeirra því að sumar eru ekki nægilega eftirminnilegar. Þó myndi ég alls ekki segja að það komi niður á sögunni og langar til að sjá hver framtíð þeirra verður.

Sagan minnti mig stundum á Eye of the World, sem er fyrsta bókin í sagnabálki Robert Kordan Wheel of Time. Þessi samanburður er hrós í garð höfunda þar sem þeim tekst að búa til heim og sögu sem hægt er að bera saman við bestu ævintýrarithöfunda. Ég mæli eindregið með henni og ef ykkur vantar jólagjöf fyrir unnanda furðusagna þá er Hrafnsauga tvímannalaust bókin sem þið eruð að leita að. Ég gef bókinni fjórar og hálfa stjörnu af fimm.

Bossypants

Written by admin

Bossypants eftir Tinu Fey. Tina Fey er ein af fyndnustu grínistum samtímans og hefur náð gífurlegum árangri á sínu sviði. Hún fer vel yfir sögu sína í þessari bók og sínir skemmtilega mynd af sér. Hvernig hún lítur vinsældir sínar. Bakgrunnur hennar sem á lítið sameiginlega með fólki eins og Jerry Seinfeld og meira í ætt við Conan O‘Brian. Æska hennar og erfiðu árin sem flestir listamenn virðast ganga í gegnum. Hún segir frá lífinu í 30 Rock og hvernig það var að búa til þættina með saman nafni. Hún tók oft fram að bókin væri ekki ætluð fyrir karla en ég hafði alveg rosalega gaman af henni. Kannski er ég mjúkur inn við beinið eftir allt.

Sérstaklega skemmtilegt var hvað henni fannst óeðlilegt að karlmenn væru að lesa bókina. Að lokum þakkaði hún okkur strákunum fyrir. Skil eiginlega ekki af hverja, hafði alveg einstaklega gaman af sögunum hennar.

The Demon-Haunted World

Written by admin

The Demon-Haunted World eftir Carl Sagan. Þessi bók gæti verið betur skrifuð en boðskapur hennar er ótrúlega mikilvægur. Eftir að hafa lesið hana finnst mér óskiljanlegt að hún sé ekki kenndi í skólum. Sagan fer hér yfir afleyðingar loddara og gervivísinda. Auk þess kennir hann hvernig sjá má í gegnum rök þeirra. Jafnvel þó að þú hafir gaman af hlutum eins og stjörnuspeki þá hvet ég alla til að lesa þessa bók. Sagan setur fram góð rök og fer vel yfir málið. Mestum tíma eyðir hann í samsæriskenningar um geimverur, sem voru vinsælar á þeim tíma sem bókin var skrifuð. Hægt er að heimfæra margt í bókinni í nútímasamfélag og hún góður grunnur fyrir spyrjandi huga. Get ekki mælt nógu mikið með þessari bók. Eitthvað sem allir eiga að lesa. 5/5

The Angel Experiment

Written by admin

The Angel Experiment (Maximum Ride #1) eftir James Patterson. Flestir þekkja eflaust nafnið James Patterson enda er hann þekktur fyrir að skrifa sakamála sögur um Alex Cross. Hér reynir hann fyrir sér að skrifa unglingabók (young adult) og tekst ágætlega til. Bókin byrjar að vísu frekar leiðinlega og ég var lengi að tengjast aðal persónu bókarinnar. Litlu munaði að ég gæfist upp á sögunni en seinni hlutinn er mun áhugaverðari svo mér tókst að klára gripinn. Sagan er klassísk nútímaævintýri um börn sem eru að hluta til með dýragen. Þau eru því gædd ómannlegum hæfileikum. Vondir vísindamenn vilja svo notfæra sér börnin. Þetta er allt eitthvað sem við höfum heyrt áður. Sagan er samt fín og margt verra til. Aðalpersónan og ung vinkona hennar eru minni stæðustu söguhetjurnar. Stjúpfaðir þeirri er líka áhugaverður en aðrir skila ekki eftir djúp spor. Man varla mikið eftir þeim. Einn hét Fang og hann átti að vera sætur og brúding. Annar hét Gasman og prumpaði, ekki beint stórkostlegt stuff. Samt alveg hægt að vinna með þetta. Sé til hvort ég nenni að halda áfram með þessa seríu. Fyrsta bókin hefur engan raunverulegan endi, sem er alltaf slæmt. Samt 3/5

Anathem eftir Neil Stephenson

Written by admin

Hlustaði nýlega á Anathem eftir Neil Stephenson. Neil Stephenson varð frægur eftir sögu sína Snow Crash, sem er mjög góð. Eftir sem liðið hefur á frama hans hafa bækurnar lengst. Þær eru alltaf vel úthugsaðar og hann leggur mikla vinnu í þær. Gallinn er bara að Anathem er allt of löng. Hún byrjar mjög áhugarverð. Búinn er til heimur sem er fullmótaður og við fylgjumst með hópi af nokkurs konar tækni- eða vísindamunkum í klaustri á plánetu langt frá okkar eigin. Í gegnum bókina er farið í gegnum sögu þessa heims. Settar eru fram skilgreiningar og tilvísanir í sögu og tungumál. Til að byrja með er þetta skemmtilegt en svo fer bókin að vera löng. Þetta verður einhvern veginn of mikið. Ég hlustað á þessa bók og fannst erfitt að muna eftir öllum persónunum. Sumar er vissulega góðar og minnisstæðar. Aðrar eru bara svo smávægilegar í þessum doðranti að þær gleymast. Hugmyndin er samt góð. Þessi menning verður heimsótt af verum frá öðrum plánetum. Stephenson leggur mikla áherslu á heimspeki og vísindi sögunnar. Þetta verður samt allt eitthvað svo mikið. Mæli með þessari fyrir þá sem hafa gaman af löngum og erfiðum bókum. Hún var þó ekki leiðinleg. Ég held bara að hún hefði getað verið svo miklu betri í styttra formi. 3/5

Flow my Tears the Policeman Said eftir Philip K Dick.

Written by admin

Afsakið hvað það er langt síðan að ég setti eitthvað hérna inn. Hér er ein stutt bókarýni. Vona að þið njótið. Eins og allar bækur Dick þá er þessi skrítin. Frægur söngvari og þáttastjórnandi vaknar á ókunnugum stað. Enginn virðist þó muna eftir honum. Heimurinn virðist hafa gleymt honum, sem er slæmt þar hér er um að ræða Dystopíu. Þegnar þessara Bandaríkja framtíðarinnar verða ávallt að vera með skilríki á sér eða eiga hættu á að vera sendir í þrælabúðir. Persónur sögunnar eru ágætlega úthugsaðar. Ég man vel eftir þeim flestum og myndaði mér mynd af þeim í huganum. Dick setur hina lægstu í samfélaginu saman við háskóla fólk en þessir hópar enda í hinum áður nefndu þrælabúðum. Er höfundur þar líklega að reyna sína hvernig samfélagið vanmetur þessa hópa. Hann setur líka út á undarlegt líferni og siðferði hinna ofurríku. Flétta sjálf er undarlega leyst og myndi ég vilja kalla það Deus ex machina, þó aðrir gætu verið ósammála þeirri túlkun. Bókin er að mínu mati hálf endasleppt. Var hræddur um að það vantaði eitthvað við hljóðbókina mína en svo virðist ekki vera. Hún er samt ágætis skemmtun og gaman að ferðast um þennan heim Dick. 3/5

 

Nörd norðursins gagnrýnir Hvíta múra borgarinnar (***1/2)

Written by admin

Steinar Logi Sigurðsson skrifaði gagnrýndi Hvíta múra borgarinnar á síðunni Nörd norðursins. Hann var í haldina ánægður með bókina og gaf henni þrjár og hálf störnu af fimm. Hann tók saman gagnrýnina í eftirfarandi texta: “Hvítir múrar borgarinnar er grípandi saga og er ansi vel skrifuð, sérstaklega miðað við frumraun; hrynjandinn er góður og söguþráðurinn koðnar ekki niður. Þetta er ein af þessum bókum sem maður bara heldur áfram að lesa. Ég mæli með þessari fyrir unnendur furðusagna.” Ég var mjög ánægður að lesa þennan dóm (eins og þann frá Furðusögum). Þannig að það gengur allt vel og manni hlakkar til að sjá hvert áframhaldið verður. Dóminn má lesa í heild sinni hér.