Category Archives: Hvítir múrar borgarinnar

Útgáfuhóf

Written by admin

tilefni af útgáfu furðusagnanna Hvítir múrar borgarinnar eftir Einar Leif Nielsen og Vargsöld eftir Þorsteinn Mar(þf) þá langar okkur í Rúnatý til að blása til útgáfuhófs í verslun Eymundsson í Austurstræti á föstudaginn kemur. Höfundar munu segja stuttlega frá verkum sínum, hægt verður að fá bækur áritaða og að sjálfsögðu verður boðið upp á léttar veitingar. Báðar bækurnar verða á flottu tilboði á meðan hófinu stendur.

Staður: Eymundsson Austurstræðti

Stund: Föstudagurinn 7. júní kl 17:30

Hvítir múrar borgarinnar komin í kilju!

Written by admin

Hvítir múrar borgarinnar er komin út í kilju. Ég hef sjálfur fengið nokkur eintök og bókin er komin í sölu í Eymundsson Austurstræti. Henni verður svo dreift í bókabúðir á næstu dögum ásamt Vargsöld eftir Þorstein Mar
. Skelti mér í búðina og tók nokkrar myndir 🙂

Hvítir múrar borgarinnar fáanleg á ebaekur.is

Written by admin

Rúnatýr er kominn í samstarf við ebaekur.is varðandi sölu á bókum. Hvítir múrar borgarinnar er ein þeirra. Einhverja hluta vegna kemur hún ekki á forsíðunni hjá þeim en nóg er bara að leita að orðinu “hvítir” til að finna bókina. Endilega kíkið á þetta og í leiðina mæli ég með að skoða aðrar bækur frá Rúnatý.

7 vikur á toppnum!

Written by admin

Salan á bókinn Hvítir múrar borgarinnar hefur gengið vel og var hún í heilar 7 vikur á toppnum hjá Skinnu.is. Þetta er eitthvað sem ég er rosalega stolltur af. Síðustu viku, þá fyrstu í apríl, féll hún svo niður í 4. sæti listans en maður getur ekki alltaf verið efstur 😉 Salan hefur gengið svo vel að stefnt er að setja bókina í prentun og gefa út í maí. Þetta er mjög spennandi verkefni og mun maður þá eftir fara á fullt í kynningu. Aldrei að vita nema maður komist aftur á toppinn hjá Skinnu. Annars er ég mjög ánægður með vefsíðuna hjá Skinnu og hef verslað við þá. Ef þið eigið lesbretti skulu þið endilega kíkja síðuna þeirra.

 

Með blóði vættan góm

Written by admin

Bókmenntaborgin Reykjavík og forlagið Rúnatýr tóku sig saman og buðu upp á hrollvekjandi dagskrá  í Bíó Paradís á opnunarkvöldi Vetrarhátíðar í Reykjavík 7. febrúar 2013. Ég mætti á svæðið og las upp úr bókinni Hvítir múrar borgarinnar. Var einstaklega skemmtilegt kvöld og þarn mikið af skemmtulegu fólki, bæði sem maður átti von á og hafði ekki séð í mörg ár. Mig langaði til að vera lengur og klára dagsskránna, sem lauk á sýningu myndarinnar Nosferatu, en gat því miður ekki verið lengur. Ég hafði þurft að þjóta beint eftir vinnu að hitta gamla vinnufélaga, sem voru að hittast eftir mjög erfiða vinnuviku, og fór strax eftir lesturinn aftur spjalla við þá. Þannig ég kom í jakkafötunum og las upp eins og alger plebbi 😉 Þarf að hafa almennileg föt í bílnum ef svona kæmi aftur upp. Alltaf leiðinlegt þegar að svona kemur upp á en maður getur víst ekki verið alls staðar. Ég verð bara að sjá Nosferatu einhvern tíma seinna (algjört hneyksli að kvikmyndanördin ég hafi séð þessa klassík). Annars getið þið nálgast myndir og aðeins ítarlegri umfjöllun um atburðinn hér.

með blóði vætta góma

Útgáfudagur

Written by admin

25. janúar 2013 kom bókin Hvítir múrar borgarinnar út. Þetta var tilkynnt á heimasíðu útgáfunnar Rúnatýs og fór bókin í sölu hjá Skinnu.is og Emmu.is. Tilkynninguna á hjá Rúnatý má lesa hér.