Category Archives: Blogg

Þrjár bækur

Written by admin

20319604

Draumsverð eftir Kjartan Yngva Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson er framhaldið af bókinni Hrafnsauga og hefst þar sem fyrri bókin endar. Við höldum áfram að fylgjast með Ragnari, Breka, Sirju og Nanúk. Hér fáum við líka að kynnast nýjum persónum sem búa víða í þessum ríka heimi höfundanna. Þetta mun verða mikil saga og erum við rétt svo að byrja í þessu ferðalagi. Ólíkt fyrri bókinni þá leyfir Draumsverð sér að staldra meira við í ævintýrinu sem gerir heiminn ríkari að mínu mati. Persónurnar vaxa frá því sem var í fyrri bók og verða eftirminnilegri.

Ég hef gaman af því að fá að lesa alvöru íslenskan ævintýrabókabálk. Bókin er ekki alveg jafn straumlínulöguð og sú fyrri en stundum er það kostur. Mér finnst jákvætt að höfundar séu að skrifa sögu fyrir alla aldurshópa og hika ekki við að sína hið illa samhliða hinu góða. Endirinn er nokkuð skyndilegur en skilur lesandann eftir spenntan fyrir næsta hluta. Þó finnst sjálfum mér alltaf gott að fá ákveðna “lokun” (e. closure) í lok hvers hluta í sagnabálk.

Ég hafði samt gaman af bókinni og get mælt með henni fyrir þá sem nutu fyrri bókarinnar. (4/5)

13497711

Aquaman Vol 1 The Trench eftir Geoff Johns. Ég gerðist svo frægur að skella mér í Nexus á laugardaginn og greip myndasögu. Ég kláraði söguna á skotstundu og hún var ágætis skemmtun. Margir höfðu talað um hvað þetta væri góð bók en hún olli mér nokkrum vonbrigðum. Ekki það að hún sé slæm það var bara búið að byggja upp nokkrar væntingar. Samt alltaf gaman að skella sér í smá öfurhetjusögu og sérstaklega skemmtilegt hvernig höfundarnir takast á við stöðu Aquaman í nútímasamfélaginu. Ágætis lesning. (3.5/5)

50847

Variable Star eftir Robert A Heinlein og Spider Robertson. Snemma á öldinni fannst gamalt handrit eftir Heinlein og var Robertson fenginn til að klára söguna. Sagan fjallar um ungan dreng sem er ástfanginn af stúlku en vegna svika hennar ákveður hann að ferðast um stjörnunnar og setjast að á nýrri plánetu. Eins og oft með Heinlein er aðalhetjan undarleg persóna sem ég get engan veginn fundið mig í. Hann minnir mig á hvernig fólk leit á John Wayne á sjötta og sjönda áratug síðastu aldar, nema hann er kannski eilítið opnari fyrir breytingum.

Sagan var ágæt til að byrja með en svo í lokahlutanum fór að takast á við hluti sem voru einstaklega áhugaverðir. Samt tókst henni að klúðra öllu í lokin með Deux ex Machina. Eitthvað leysir alla flækjuna á nokkrum blaðsínum og hafði enga forsögu. Samt allt í lagi lesning á meira sameiginlega með unglingabókum Heinlein frekar en seinni bókunum (eins go Stranger in a Strange Land). Allt í lagi. (3/5)

Annars allt gott að frétta. Er byrjaður að skrifa hrollvekjur fyrir Rithringsbókina og vonandi verður komið ágætis draft í lok vikunnar. Fékk annars að vita að þýsk þýðing að sögunni minni, sem er í Þetta var síðasti dagur lífs míns (Rithringur.is 2013), er væntanleg. Verður rosalega gaman að sjá hvað kemur út úr því 🙂

 

Oryx & Crake

Written by admin

Í dag kláraði ég að hlusta á Oryx & Crake eftir Margret Atwood og var rosalega hrifinn. Ég hafði áður lesið íslensku þýðinguna af Sögu þernunar sem mér fannst leiðinleg. Eftir að hafa lesið þessa sögu er ég að hugsa um að gefa Sögu þernunnar annan séns (að vísu í hljóðbók í þetta skipti). Oryx & Crake fjallar um Snowman, sem hét áður Jimmy, en hann býr í óhugnanlegri framtíðarauðn þar sem undarlegar mannlegar verur búa. Veröldin er full af kynlegum blendings verum (e. hybrids) sem honum stafar ógn af. Snowman segir okkur sögu sína og í leiðinni komumst við að því af hverju heimurinn fór til fjandans.

Sagan er skemmtileg og ekki einungis innri mónólógur ens og Saga þernunnar. Hún er full af áhugaverðum og hrollvekjandi hugmyndum. Atwood kynnir okkur fyrir viðbjóðslegum hlutum framtíðarheims en án þess að ganga fram af okkur (hóst hóst Robert Heinlein). Sumt af því sem er í bókinni hef ég aldrei heyrt um áður en því miður of sjaldgæft í öðrum vísindaskáldsögum. Snowman er ekki góð mannseskja en við sjáum hvernig drengurinn JImmy breytist í þennan vonlausa mann. Crake er vinur hans sem er mjög týpískur ofgreindur valdasjúklingur en Oryx er místísk kvenpersóna, sem sumir vilja jafnvel meina að sé einungis ímyndun.

Mæli með Oryx & Crake en sumt í henni er mjög óhuggulegt og því ekki fyrir alla. (4.5)

Í gær fór ég annars í Hörpuna og sá Phillip Glass. Víkingur Heiðar spilaði meðal annars  þetta lag.

http://www.youtube.com/watch?v=fzC-SjOuN-A 

Stiklan fyrir The Fault in our Stars var frumsýnd í dag. Bókin er æðislega en ég veit ekki með þessa stiklu en maður mun ábyggilega sjá hana 🙂

http://www.youtube.com/watch?v=9ItBvH5J6ss

Annars kláraði ég að fara yfir 9 kafla í bókinni sem ég hef verið að vinna við undanfarið. Þá er maður búinn með 52%, jei 🙂 Er að vísu spuring hvort þetta sé það sem verður gefið út næst en maður verður að halda áfram við þetta. Nb hlustaði á Phillip Glass á meðan ég kláraði síðustu blaðsíðurnar í kaflanum. Nú er það bara þetta smásögu dæmi, sem ég talaði um í gæt. Best að skella nokkrum hugmyndum á blað sem er alltaf skemmtilegt.

Vargsöld og iPad sem lestölva

Written by admin

Ég náði mér í eintak af bókinni Vargsöld í sumar eftir Þorstein Mar. Bókin er skemmtilega og mæli ég hiklaust með henni. Hún minnir mig á bækur eins og The Eye of the Beholder en fellur þó ekki í sömu Tolkien klisjur og sú bók. Hér er búinn til áhugaverður heimur sem virðist vera vel úthugsaður og mun ríkari en kemur fram í þessari einu bók. Því verður gaman að sjá hvað gerist í næstu bókum.

Söguþráðurinn var spennandi og hélt alltaf áhuga mínum allan tíman. Fannst samt alltaf mun áhugaverðara að fylgjast með aðalpersónunni Ráðgríð þegar hún var í sveitum Norðmæri en þegar hún var í borginni. Hef einhverja hluta vegna alltaf heillast meira af þess háttar í ævintýraskáldskap. Textinn er góður og flæðir mjög vel. Lýsingar og persónur flottur. Sagan sjálf er frumleg og heillaði mig alveg. Þorsteinn sýnir okkur nægilega mikið af þessum heimi til að halda okkur spenntum fyrir framhaldið. Hún hentar vel fyrir alla þá sem hafa gaman af ævintýrabókum eins og Lord of the Rings.

Aðal persóna Vargsaldar er stúlkan Ráðgríður. Sjaldgæft er að konur séu aðalpersónur í ævintýrabókum og margir því jákvætt lesa þarna um hörku kvenhetja. Mikilvægara finnst mér er þó að þetta hentar sögunni mjög vel og gerir hana áhugaverðari.

Ég var svo heppinn að fá Vargsöld bæði á kilju og á rafbókarformi. Þannig að ég ákvað að kíkja á hana í nýja iPad-inum mínum. Verð að segja eftir að hafa prófað að lesa bæði sögur í iPad og í lestölvu, þá mæli ég frekar með lestölvum (eins og Kindle). Ástæðan er að iPad er tölva sem hægt er að nota á marga vegu. Lestölvan er aftur á móti einungis til lesturs. Þannig að þegar ég ætlaði að fara lesa í iPad-inum var alltaf eitthvað eitt í viðbót sem ég vildi skoða áður á Youtube, Facebook, io9 eða 9gag. Þegar maður leggst upp í rúm til lesturs vill maður bara lesa og best er að skilja truflanir umheimsins eftir inn í stofu. Þannig að lokum þá gafst ég upp á að lesa í iPad-inum og sneri mér að kiljunni. Örfáum dögum síðar var bókin búin. Því mæli ég frekar með Kindli fyrir þá sem eru að leita sér að lestölvu. Aftur á móti ef ykkur vantar  afþreyingartæki sem hægt er að bera út um allt er iPad alveg málið (og ég mæli hiklaust með honum).

Martröð í 20.000 fetum

Written by admin

Alltof langt síðan er að ég skrifaði eitthvað á þessa blessuðu bloggsíðu. Þið getið kannski fyrirgefið það þar sem ég er búinn að vera duglegur að skrifa næstu bók ;). Þó hefur talsvert verið að gerast. Var viðtal við mig í Mogganum síðastliðinn (9/7/13) og ég skrifaði grein á Nörd norðursins um Richard Matheson. Einnig hef ég verið í fjölmörgum útvarpsviðtölum og skal skella þeim hérna inn á bloggið sem fyrst.

En þar sem ég skrifað grein um Richard Matheson einn af mínum uppáhalds rithöfundum langaði mig að skella inn aðeins um þær útgáfur og tilvitnanir sem gerðar hafa verið í eina af hans frægustu sögum Matröð í 20.000 fetum (Nightmare at 20,000 ft).

Upphaflega var sagan gerð að Twilight Zone þætti þar sem William Shatner var í hlutverki flugfarþegans. Þessi þáttur þykir einn af þeim betri sem gerðir voru í þessari klassísku sjónvarpsþáttaröð. Hér er stutt kynning.

Þegar að Twilight Zone: The Movie var gerð árið 1983 var sagan endurgerð og nú fór John Lithgow með hlutverk flugfarþegans. Tímarnir höfðu breyst og því þurfti aðeins að breyta í sögunni. Einnig var skrímslið bætt sem hafði verið nokkuð hallærislegt í þættinum  frá 1963.

The Simpsons gerðu svo sína útgáfu af sögunni í „The Tree House of Horror IV“. Fjölmargir kannast líklega við þessa útgáfu.

Í bíómyndinni Ace Ventura when Nature Calls tekur Jim Carrey smá William Shatner eftirhermu í annars slakri bíómynd.

Tiny Toons bjuggu til sín útgáfu af sögunni og má sjá hana hér að neðan.

Í sjónvarpsþáttunum 3rd Rock from the Sun vitnuðu John Lithgow og William Shatner í hlutverkið sem þeir höfðu báðir leikið. Þessi stutta setning sögð af persónu Lithgow verður skyndilega mjög fyndin þegar að menn fatta tenginguna.

Við okkar sem horfði of mikið á Cartoon Network mun svo eftir þessari útgáfu Johnny Bravo af sögunni.

Hjómsveitin Anthrax tók upp myndband sem var einskonar eftirherma af sögunni.

Bernie Mac tók þetta líka fyrir og má sjá hans útgáfu hér, útgáfa hans byrjar á 13 mínútu myndbrotsins.

Madagascar 2 vitnaði í Nightmare at 20.000 ft í brotinu að neðan.

Síðasta tilvitnunin er svo úr teiknimyndinni Cloudy With a Chance of Meatballs.

Hyperion Cantos og Græðarinn

Written by admin

Hyperion Cantos

Í vikunni var ég að klára að lesa Rise of Edymion og kláraði þar með síðustu af fjórum í bókaflokknum um Hyperion eftir Dan Simmons. Fyrsta bókin var einstaklega skemmtileg og byggð upp talsvert öðruvísi en hinar þrjár. Gæðin minnka svo við hverja bók og er sú síðasta slökust. Ekki að Rise of Edymion sé leiðinleg hún á bara ekkert í fyrstu bókina, Hyperion, sem er stórkostleg. Heimur þessara bóka er einkar frumlegur og stórkostlegar lýsingar á umhverum, geimverum og faratækjum eru oft einkar skemmtilegar. Þessar bækur sækja mikið í smiðjum súrrealista vísindaskáldsagnanna eins og Ray Bradburry og William Burroughs, þar sem þær notast frekar við hið stórkostlega til að heilla lesandann heldur en vísindi. Helsti galli Hyperion bálksins er höfundur virðist ekki hafa haft nægilega skýra mynd af því hvert hann ætlaði með söguna þegar hann hóf ferðalagið. Endirinn klára þó alla helstu þræðina. Sjálfur hefur höfundur sagt að þetta séu í raun tvær bækur. Fyrstu tvær myndi Hyperion söguna og seinni tvær Endymion. Annað sem fór í taugarnar á mér heimspeki höfundar sem var mjög væmin á köflum. Annars er þetta skemmtileg lesning sem ég mæli hiklaust með.

 

Græðarinn

Önnur bók sem ég las í vikunni er Græðarinn eftir Antti Toumainen sem var þýdd af Sigurði Karlssyni. Hér er á ferðinni framtíðasaga sem gerist í Finnlandi eftir að gróðurhúsaáhrifin hafa leikið heiminn grátt. Stríð og hungursneið geisa víðsvegar um heiminn. Lífið í Helsínki er heldur enginn dans á rósum en þar eru morð og mannshvörf daglegt brauð. Í bókinni fylgjumst við með manni, sem er að leita að konu sinni, í þessum framtíðarheimi. Hún er fréttamaður sem hvarf við gerð fréttar um morðingja. Heimsmynd þessarar sögu er hennar helsti kostur og fannst mér hún mjög skemmtileg. Einnig er hún ágætlega skrifuð og vel þýdd. Persónurnar eru aftur á móti hennar helsti veikleiki. Ég fann lítið til með þeim og fannst erfitt að setja mig í þeirra spor. Allt var rosalega grátt og enginn virtist brosa nokkurn tímann. Ef fólki vantar auðveldan og stuttan reifara í sumarbústaðinn er alveg hægt að taka þessa með en ég var ekkert sérstaklega hrifinn sjálfur.

Með Gaut og Jóa í Eymundsson Skólavörðustíg

Written by admin

Skellti mér í Eymundsson með Gauti Sturlusyni og Jóhanni Pétri Magnússon Wium. Jói verlsaði meir að segja eintak af bókinni og fékk fyrsta eiginhandaritaða eintakið. Awesome!

HMB6 HMB5

Nýjir sjónvarpsþættir næsta haust

Written by admin

Ég var að hrofa á auglýsingar fyrir nýja sjónvarpsþætti næsta haust og datt í hug að segja ykkur frá þeim sem mér leist best á. Ég var ekki viss með gamanþættina sem ég skoðaði og læt þá því ekki fylgja. Af þeim stóðu upp úr The Michael J Fox Show og Surviving Jack en báður voru samt bara só só.

 

Í fyrsta lagi er það Almost Human. Ótrúlegt nokk þá líst mér betur á þá en S.H.I.E.L.D. er það slæmt?

 

Næst er það auðvitað Agents of  S.H.I.E.L.D. Marvel er komið í sjónvarpið, er það jákvætt?

 

Síðast er það svo Sleepy Hollow sem er svona urban fantasía. Ég er ekki 100% á þessum en Clancy Brown var á svæðinu svo að maður verður alla vega að tékka á þeim.

Var að lesa: Flóttin til skýjanna

Written by admin

Ég verslaði mér nokkrar bækur á Skinnu.is í síðustu viku í tilefni af afmæli síðunnar. Ég var fljótur að
spóla í gegnum þær allar og var bara nokkuð sáttur með það sem ég keypti. Ein af þessum bókum
var Flóttinn til skýjanna, sem er nýútkomin bók eftir Kristján Már Gunnarsson, hægt er að kaupa bókina hér. Þetta er ævintýrabók
sem fellur undir tvo bókaflokka sem skilgreindir hafa verið erlendis. Annars vegar ‚ steampunk ‘ eða
gufupönk og hins vegar ‚ alternative history‘ en það hugtak öllu erfiðra að þíða (eru þið nokkuð með
hugmyndir?).

Opinber lýsing á söguþræði bókarinnar er eftirfarandi:
Sagan gerist árið 1407 e.kr. Rómverska heimsveldið féll aldrei heldur óx og dafnaði. Flugskip svífa
um himininn og landamæri veldisins þenjast út. Umsátursástand myndast um borgina Bushehr
sem hrindir af stað atburðum sem munu skekja stoðir veldisins. Segir sagan frá Trinius, sem er
rómverskur og endar sem strandaglópur í borginni þegar umsátrið hefst. Hann tekur höndum saman
við Júlíu, skipstjóra sjóræningjaskipsins Ariadne. Saman hrinda þau af stað flóttaáætlun sem er bæði
stórhættulega og snarbrjáluð. En þegar hið mögulega þrýtur, reynirðu hið ómögulega. Flóttinn til
skýjanna er fyrsta bók í Rómarþríleiknum, þar sem loftskipssjóræningjar og leynifélög berjast um völd
og áhrif. Leyndarmál úr fortíð veldisins koma í ljós og munu móta framtíð þess.

Enska hugtakið ‘Swashbuckling adventure’ lýsir bókinni mjög vel. Sagan er fljót að fara á flug og
atburðarásin er hröð. Persónur eru góðar, söguþráðurinn skilar sínu og textinn flæðir vel. Ég hef lesið
nokkuð af íslenskum furðusögum og er þessi með þeim betri. Hún er stutt og auðlesin, sem er
jákvætt. Einhverja hluta vegna þá minnir sagan mig Prinsessuna af Mars þó þessar bækur séu mjög
ólíkar að mörgu leiti.

Bókin er ekki laus við galla en flestir þeirra eru smekksatriði. Ég hefði vilja hafa kort fremst til að átta
mig betur á sögusviðinu. Nöfn sögupersóna eru skrifuð með erlendri stafsetningu og hljómfræði, sem
mér fannst óþægilegt. Þetta eru bæði atriði sem skipta litlu máli og koma sögunni sjálfri ekki við. Ég
hefði sjálfur viljað meira afgerandi endi en þar sem þetta er fyrsta bók af þremur (held ég) þá verður
maður víst að bíða eftir spenntur framhaldinu.

Þetta er fínasti reyfari. Góð skemmtun til dæmis fyrir þá sem eru á leið upp í sumarbústað (eða bara almennt).
Get hiklaust mælt með henni fyrir þá sem hafa gaman af góðum ævintýrum.

Vargsöld

Written by admin

Ný furðusaga er væntanlega frá Rúnatý og eru búið að setja fyrsta kafla bókarinnar á netið. Þið getið nálgast hann hér. Ég er búinn að lesa kaflann og get ekki annað sagt en að mér líst mjög vel á söguna. Textinn sem er til sýnis á síðu Rúnatýs ber þess glögglega merki að hér er á ferðinni saga sem gerist í mjög ríkum heimi. Stundum þegar ég les bækur er augljóst að höfundur hefur hugsað heim sinn algerlega út. Ég fæ þá tilfinningu af þessum kafla og hlakka til að lesa framhaldið.

Einnig er gaman frá því að segja að þetta er ungmennasaga (Young-Adult) en sá bókaflokkur hefur verið að stækka mjög á Íslandi nýverið. Svona bækur hafa verið mjög vinsælar erlendis og get ég til dæmis bent á Hungurleikana, sem dæmi í þessum bókaflokk.

Smásagnasafn rithringsins

Written by admin

Ný smásaga eftir mig verður í smásagnasafninu Þetta var síðasti dagur lífs míns, sem verður gefið út núna í maí. Í tilefni af því er verið að velja bókakápa og stendur kosning yfir núna. Endilega takið þátt í kosningunni hér.

 

Þetta smásagnasafn er skemmtilegt samstarfsverkefni margra höfunda, sem hafa verið á rithringnum, og hjálpuðum við hvort öðru eins mikið og mögulegt var. Búin hefur verið til Facebook síða fyrir verkefnið, sem þið getið fundið hér. Ég hlakka til að heyra hvernig þetta smásagnasafn mun leggjast í mannskapinn. Þetta er búið að vera einstaklega skemmtilega og lærdómsríkt ferli. Næsta skref er svo að skrifa heila bók með einhverjum 😉

 

Þið ykkar sem þekkið ekki til rithringsins endilega smellið á myndina hér að neðan.

logo_1