Category Archives: Uncategorized

Hvítir múrar borgarinnar fáanlega í helstu bókabúðum og verslunum

Written by admin

Ég er aðeins búinn að fara um að smella myndum af manni með bókinni. Hér sést ég í Nexus og Hagkaup Smáralind. Svo eru myndir af bókinni í Hagkaup Kringlunni og Hagkaup Skeifunni.

HMB11 HMB10 HMB9 HMB8 HMB7

Vísindaskáldsögur fyrir lengra komna á Nörd norðursins

Written by admin

Fyrir stuttu síðan skrifaði ég grein á Nörd norðursins þar sem ég mældi með nokkrum bókum fyrir þá sem eru miklir unnendur vísindaskáldsagna. Þið getið lesið greininga hér (http://nordnordursins.is/2013/05/visindaskaldsogur-fyrir-lengra-komna/ ). Í neðanmála greinarinnar mældi ég með nokkrum bókum án nánari umfjöllunar. Þar á meðal voru The Forever War eftir Joe Haldeman og The Mote in God‘s Eye eftir Niven og Purnelle.

The Forever War er saga um mann sem berst fyrir mannfólkið í framtíðarheimi. Hann hoppar plánetu frá plánetu og berst við geimveru ógnvald sem ógnar mannkyninu. Þar sem að lögmál afstæðiskenningar Einsteins eru virt í þessum heimi þá líður alltaf gífurlega langur tími á Jörðinni meðan að söguhetja er í sendiförum sínum. Hann sér því hvernig samfélagið breytist á hundruð ára en fyrir honum er tími bara örfá ár. Athyglisverðar samfélagspælingar eru í sögunni og framhald hennar The Forever Peace er á leslistanum mínum í ár. Ég mæli því hiklaust með þessari.

The Mote in God‘s Eye segir frá sendir för manna að sérstökum stað í vetrarbrautinni. Þar finna þeir fyrstu geimverurnar sem verða á vegi mannkyns. Þessar verur, sem eru skemmtilega undarlegar, bjóða mennina velkomna og fáum við að kynnast samfélagi þeirra og plánetu. Þessar verur hafa samt eitthvað að fela og þurfa mennirnir að grafast fyrir til að komast að hinu sanna. Þessi bók greip mig strax og hafði ég einstaklega gaman af lestrinum. Mér skilst að SyFy sjónvarpstöðin stefni á að búa til framhaldsmynd eftir sögunni sem gæti komið mjög vel út ef rétt gert.

New Project 1 Untitled

Verslað í Nexus

Written by admin

Í tilefni af því að það fer að styttast í útgáfu á Hvítum Múrum Borgarinnar (og vegna þessa að það er sunnudagur) skellti ég mér í Nexus og keypti mér tvær bækur um ritlist

Nail Your Novel
og
The Fire in Fiction

Nú er bara skella sér í lesturinn og gá hvort það sé eitthvað vit í þeim 🙂

Nexus hefur tekist að verða með betri bókabúðum landsins. Alltaf gaman að fara þangað, nokkuð sem ég reyni að gera a.m.k. einu sinni í viku.